Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 15

Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 15
159 má geta þess, sem alþingi einnig hefur verið kunnugt, að presturinn við holdsveikraspítalann er búsettur hér í bænum, og hefur all-mikla kirkjulega „praxis" nú þegar, og má gjöra ráð fyrir að hún aukist. Þá er og alkunnugt, að „höfuðprest- ur“ íslands, séra Jón Helgason, hefur að undanförnu haldið uppi reglulegum eptirmiðdags-guðsþjónustum („Jónsmessum") í dómkirkjunni; mun hann án efa halda því áfram, svo fram- arlega sem kapelláninn útrýmir honum ekki; og það er ekkert oflof um „höfuðprestinn" þó vér segjum, að þá má kapelláninn verða góður, ef hann flytur betri messur enn Jónsmessurnar. Og að síðustu hefur þingið hlotið að líta á það, auk alls þessa, sem þegar er talið, að í Reykjavík er svo mikil gnótt guð- fræðinga, frá biskupinum niður allar götur til nemendanna á prestaskólanum, að það væri sannarlega að bera í bakka- fullan lækinn, að fara að stofna hér fast aðstoðaiprestsembætti. b. Bibliufélagsstyrkurinn. Svo sem kunnugt er, hefur hið íslenska biblíufélag það verk með höndum að láta snara gamla testamentinu af frum- málinu á blaðamanna- íslensku, og hefur ráðið til þess starfa hebreskufræðing mikinn. Upphaflega mun hann hafa verið ráðinn upp á 1200 kr. laun á ári. Virðist það hafa verið nærhæfis, hvort sem litið er á sjóðupphæð félagsins* eða hitt, að maðurinn var ungur og einhleypur. En svo tekur þessi maður upp á því að kvongast, og hef- ur hann að líkindum sótt um launahækkun við það tækifæri, þó oss sé ókunnugt um það. Nokkuð er það að launin hafa hækkað, og það að góðum mun, þar sem þau hafa verið tvö- földuð eða færð úr 1200 kr. upp í 2400 kr., og er það langt- um meira fé enn svo að nokkurt viðlit sé fyrir biblíufélags- sjóðinn að greiða það á hverju ári, án þess að verða upp ét- inn á örskömmum tíma. Auðvitað dettur oss eigi í hug að neita því, að sann- girni hafi mælt með, að árslaun hebreskufræðingsins væru hækkuð nokkuð, er hann kvæntist. En svo virðist að minna * Obb er eigi fullkunnugt um upphæð sjóðsins, en ætlum að hann muni vera milli 20 og 30 þús. kr.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.