Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 6
150
garðinum niður við sjóinn. fað var sunnudagskvöld og biblí-
an lá opin á knjám Evu.
„Tómas frændi, “ sagði Eva, „eg er á förum héðan".
„Hvert ungfrú Eva?“
Barnið reis úr sæti sinu og rétti hönd sína mót himni.
Kvöldroðinn glóði á hinum gullnu hárlokkum og varpaði himn-
eskri geisladýrð á andlit hennar þar sem hún stóð og horfði
alvarlegum augum til himins.
„Eg fer Jmnqaðu sagði hún, „til góðu englanna, Tómas
írændi, það verður ekki langt þangað tilu.
Hinum trygglynda, gamla manni fannst sem ör væri stung-
ið í hjarta sér; og hann fór að hugsa um hve mjög honum
hefði virst útlit Evu hafa farið versnandi á seinustu sex
mánuðunum, hvað hún var orðin fölleit og hvað hendurnar
á henni voru orðnar magrar, og andardrátturinn óreglulegur
og tíður, og hvað hún þreyttist fljótt á að leika sér, hún sem
einusinni hafði getað leikið sér og verið að hlaupa um garð-
inn svo tímum skipti. Hann fór að hugsa um það að hann
hefði heyrt Opheliu tala um hósta, sem lyf hennar gætu ekki
ráðið bót á; og jafnvel nú, brann þessi litla hönd og heita
kinn af sjúkdóms hita.
Lífskraftur Evu þverraði óðum. Sjaldnar og sjaldnar
heyrðist hið létta fótatak hennar á veggjasvölunum, en því
optar var hana að finna á legubekk, sem stóð við opinn glugg-
ann; þar hvíldi hún og horfði með stóru, djúpu augunum sin-
um á öldurnar, er léku við sjávarströndina.
Einn dag er hún hYíldi á legubekknum sagði hún
allt í einu við móður sína: Mamma eg vil láta klippa burt
nokkuð af hárinu minu“.
„Til hvers?" spurði móðir hennar.
„Mamma, mig langar til að gefa vinum mínum það á
meðan eg get gjört það sjálf; villtu biðja frænku að koma og
klippa það íyrir mig?“
Frú St. Clare kallaði á Ophelíu, sem var í öðru herbergi.
Barnið reisti höfuðið frá koddanum, hristi hina gullnu
lokka sína og sagði glaðleg. „Komdu frænka og klipptu
kindina*.