Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 8
152 segja ykkur, sem eg vil ab þið munið æfinlega,.......... Eg fer nú bráðum frá ykkur. Eptir fáar vikur sjáið þið mig ekki framar hér“. Lengra komst hún eigi fyrir grátstunum og andvörpunum allra, er við voru staddir, sem yfirgnæfðu aigjörlega hina veiku rödd hennar. Hún þagði í nokkur augnablik, og sagði svo með málróm er stöðvaði grátstunur allra: „Það er enginn ykkar á meðal, sem ekki heflr ætíð verið góður við mig; og mig iangar til að gefa ykkur eitthvað, sem minnir ykkur á mig í hvert skipti, sem þið lítið á það. „Eg ætla að gefa hYerjum ykkar lokk úr hárinu mínu, og þegar þið horfið á lokkinn þá eigið þið að hugsa um það, að eg elskaði ykkur, og er farin til himnaríkis, og eg vona að sjá ykkur þar öll.“ Það er ómögulegt að lýsa þvi, er allt fólkið safnaðist umhverfis barnið, og tók á móti hinni seinustu gjöf hennar, er bar svo mjög vott um kærleika hennar. Það féll á kné við legubekkinn, grátandi og andvarpandi og kysti faldinn á kjólnum hennar. Ophelía benti sérhverjum sem hafði tekið við sinni gjöf, að fara út úr herberginu, hún óttaðist að þessar miklu geðs- hræringar kynnu að hafa ill áhrif á sjúklinginn. Að síðustu voru allir farnir nema Tómas og gamla fóstran. „Hérna Tómas frændi," sagði Eva, „hér er einn faliegur handa þér“. Ó, Tómas, eg er svo glöð af að hugsa til þess að eg skuli sjá þig aptur á himnum, því eg er alveg viss um það; og fóstra — elsku, góða, kæra fóstra min!“ sagði hún og vaíði handleggjunum blíðlega utanum hálsinn á gömlu fóstru sinni — „eg veit að þú kemur þangað líka“. „Ó, ungfrú Eva, eg veit ekki hvernig eg get lifað án yð- ar“, sagði gamla konan, og grét hástöfum. Ophelía opnaði dyrnar og ýtti þeim Tómasi frænda og fóstru Evu góðlátlega út, og hugsaði að nú væru allir farnir; en er hún sneri sér við, sér hún að Topsy stóð þar. „Hvaðan kemur þú barn?“ spurði hún. „Eg var hérna inni,“ sagði Topsy og þurkaði tárin af

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.