Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 16
hefði mátt gagn gjöra, en að tvöfalda launin, einkum þegar á það er litið, að fjeiagið hefur manninn ekki svo algjörlega í þjónustu sinni, að hann geti eigi haft nokkra auka-atvinnu; þannig var hann síðastliðinn vetur kennari í guðfræði við latínuskólann, og verður það án efa framvegis. Það verður þvi eigi betur séð en að stjórn biblíufélagsins hafi bæði verið óþarflega örlát eptir þörf og sanngjörnum kröfum mannsins, og á hinn bóginn ráðlauslega örlát eptir efna- hag félagsins. Svo bætist það þar á ofan, að þrír menn líta yfir út- legging hebreskufræðingsins, og menn þeir fái að iaunum fram undir 500 krónur. Reyndar er það ekki mikið fje; en þegar á það er litið, að einn af mönnum þessum er biskupinn, ann- ar forstöðumaður prestaskólans, þriðji yfirkennari iatínuskólans, allt saman hálaunaðir menn, og að hinu leytinu að starf þeirra er víst fremur litið, þá virðist svo, sem eigi hefði verið til ofmikils ætlast af þeim, þó þeir hefðu unnið þetta kauplaust af áhuga fyrir málefninu, eins og kennendur prestaskólans starfa kauplaust að þýðingu nýjatestamentisins. Bibliufélagið átti þannig að greiða af sjóði sínum allt að 3000 kr. á ári hverju, og var það sjáanlegt að skjótt mundi draga til sjóðþurðar með því móti. Þá var það tekið til bragðs að leita til alþingis um fjár- framlag úr landssjóði. Yar það gjört fyrst. 1899; en þá vildi þingið ekki sinna fjárbóninni, þótt 6 prestar sætu þá í neðri deild. En þingið i ár reyndist bónbetra við biblíufélagið eða biskupinn, og var þó ekki nema alls einn prestur muðal þing- manna neðri deildar. Biblíufélagið fékk 1000 kr. á ári. Svo sem kunnugt er, iiöfðu Yaltýingar öll ráð fjármála sem annara mála á þessu þingi. Og værj nú svo að biblíu- félagið hefði notið hins dygga flokksfylgis biskupsins, þá mætti með sanni segja, að „fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott“. p-r-í'17' í -rlr i o (íkemur út einu sinni á mánuði; verður með j,l llÍYÍllYJClli myndum. Kostar hér á landi 1 kr. 50 au. — erlendis 2 kr. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júni-mánaðar. Fæst í Reykjavik í Sigf. bókaverzl. Eymundssonar; úti um land hjá bókasölum og (ef fyrirfram er borgað) hjá póstafgreiðslu- og bréfhirðingamönnum. Utgcfandi: Lárus Halldórsson Reykjavík. AUlnr prentsmiðja.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.