Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 14

Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 14
158 Kirkjumálin á alþingi 1901. Yér gátum þess í síðasta tölublaði, að vér mundum minn- ast nokkuð nákvæmar þeirra kirkjulegu máleína, er fram komu á alþingi í sumar, og skýra frá meðferð þeirra á þinginu. Það var alls ekki svo fátt, er kom til umtals á þessu síðasta þingi af þeim málum, er beinlinis eða óbeinlínis standa í sambandi við kristindóm þjóðar vorrar. í þessu tölublaði verður að eins minnzt á tvö siik málefni, sem sé frumvarp það, er kom frá stjórninni um að stofna fast aðstoðarprestsembætti við dómkirkjuna í Reykjavík, og styrk þann, er alþingi veitti á fjárlögunum til hins íslenzka biblíufélags. a. Aðstoðarpresturlnn. Eitt af frumvörpum þeim, sem stjórnin lagði fyrir þingið, fór fram á að stofna fast aðstoðarprests embætti í Reykjavík. Skyldi prestur sá fá að launum 1500 kr. - úr landssjóði og einn tíunda hluta af tekjum Reykjavíkur prestakalls. í athugasemdum stjórnarinnar við frumvarp þetta, var sem ástæða fyrir þvi tekin fram hin mikla fólksfjölgun í Reykjavík, en að tekjur prestakallsins hefðu ekki aukizt að sama skapi, og væri því dómkirkjuprestinum ofvaxið að launa aðstoðarprestinum, enda hafi það og rýrt tekjur dómkirkju- prestsins að nokkrum mun, að nýlega hafi myndazt fríkirkju- söfnuður í bænum. En þau urðu forlög þessa frumvarps, að það féll í valinn þegar við fyrstu umræðu, án þess að mörgum orðum væri um það eytt. Þótti vist sumum af kirkjunnar mönnum mikið fyrir því, og hafa án efa skoðað það sem slæman fyrirboða um útreið annara kirkjulegra mála á þinginu. „Yerði ljós“ kall- aði það „fyrsta afreksverk" þingsins, að fella þetta frumvarp. Alþingi mun hafa litið svo á, að dómkirkjuprestakallið hefði nægar tekjur handa tveimur prestum. Menn þykjast fara nærri um það, að tekjur þess hljóti nú að stappa nærri 10,000 krónum, ef öll kurl koma til grafar. Og í annan stað gat það ekki dulizt þinginu, að ef hinn nýmyndaði fríkirkju- söfnuður á framtíð fyrir sér og stækkar. þá verður að sama skapi minni þörf á föstum aðstoðarpresti í Reykjavik. Enn

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.