Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 3
163
Vér el'um hinum heiðraða höf. þakklátir fyrir, að hann
hefur komið fram með þessa bendingu. Vér erum honum
fyllilega samdöma um það, að það sé meira enn kominn tími
til að vér íslendingar förum bæði að taka einhvern þátt í
kristniboðiuu út á við, meðal heiðingjanna, og einnig að hrinda
út i lifið öflugu kristniboði í landinu sjálfu og alstaðar þar,
sem íslendingar eiga heima, eða með öðrum orðum íslenzkri
„innri missión.“
En vér berum næsta mikinn kvíðboga fyrir, að hvorki
þessu né neinu öðru góðu verði að svo stöddu „hrundið útí líflð"
úr dauðanum í þjóðkii kjunni. Það skyldi gleðja oss, ef sú gæti
orðið raunin á, að slíkur félagsskapur gæti myndazt í þjóð-
kirkjunni; þvi að allur slíkur félagsskapur, öll leikmanna pré-
dikun og starfsemi í kristindómsmálum er ept.ir eðli sínu af
frikirkjulegum toga spunnin og mundi verða spor í fríkirkju-
áttina.
Pað, sem þessari kynslóð ríður lífið á, er að alþýða manna
taki að skoða kristindóminn sem sitt eigið málefni, enn þá
nauðsynlegra enn atvinnumál og annað, er snertirmat og drykk,
málefni, sem henni bei'i Sjálfri að hafa allan veg og vanda af
og bera fram til sigurs, meðal ánnars með því að leggja af
fúsum og frjáisum vilja, og án nUra lagalegra nauðungarbiinda,
fram allt það, sem til þess er nauðsynlegt, að viðhalda sönn-
um kristindómi og því samfélagi heilagra, sem félagsskapur
kiistinna manna, kirkjan, á eptir hugsjón sinni að vera.
Þessurn hugsunarliætti hefur þjóðkirkjúfyrirkomulagið út-
rýmt gjörsamlega hér á landi. Það hefur kennt mönnum að
skoða kristindóminn eins og hvei t armað ríkismálefni, sem ríkið
og prestárnir hefðu allan veg og vanda af, en ekki hinir kristnu
einstaklingar og söfnuðir. Rikið hefur haldið uppi hinum ytri
formum kirkjunnar með gömlu steingjörvings sniði. Söfnuð-
irnir hafa hvorki þurft að hreifa sig né mátt hreifa sig, unz
þeir á eudanum hafa ekki lengui' viljað og vilja ekki hreifa
sig, og allt er komið í þann steiugjörvingsskap og dauða, sem
það er. Enginn tímir af krónu að sjá til guðsrikis eflingar;
þeir þykjast góðir, sem greiða hin lögákveðnu gjöld án mikill-
ar tregðu; hjá hinum er auðvitað tekið lögtaki.
Yér sjáum eigi betur enn að beinasta ráðið til að kenna