Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 8
168 Manstu ei, hvað mildur Jesús mælti jörðu á, þegar föðurhúsin háu himni blika frá? Jú, þau blessuð ástarorðin elskar sála mín; og mér stjömur bjartar benda beint, minn Jesú, upp til þín. Upp til þín :,: og mér stjörnur bjartar benda beint, minn Jesú, upp til þín. Ljúft er sjón í hæð að hefja heimi spiltum frá; ljúft er raddir lífs að heyra landi dauðans á. Hvað mun þá, er lifs á landi ljóssins dýrð mér skín? þá eg héðan heim er kominn, hjartkær Jesú, upp til þín. :,: Upp til þín :,: þá eg héðan heim er kominn hjartkær Jesú upp til þín. Lát mig heyra himinraddir hjarta mínu i, og úr heimi ávallt mæna yfir jarðnesk ský. Gegnum dauðans dimma skugga dýrðar bjarmi skin; því eg veit, að ieiðin liggur, lífsins herra, upp til þín. :,: Upp til þín :,: já, eg veit, að leiðin liggur, lífsins herra, upp til þín.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.