Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 9
169
Tómas frændi.
(Niðurl.)
Brófið, sem Ophelia hafði skrifað frú Shelby, hafði legið
einn eða tvo mánuði á einhverjum afskekktum póstafgreiðslu-
stað, og komst eigi til skila fyr en allt var um garð gengið
og Legiee var búiun að kaupa Tómas frænda.
Frú Shelby las bréfið með hinni mestu hluttekning, en í
bráðina var henni með öllu ómögulegt að verða við tilmælum
brófsins. Hún var að hjúkra manni sínum, sem lá mjög hættu-
lega veikur. Georg Shelby, sem nú var orðinn fulltíða maður,
var hennar eina stoð og stytta um þessar mundir, því hún
treysti engum öðrum til að gegna störfum föður hans.
Faðir hans andaðist nokkrum dögum siðar, og frestaðist
ferð Georgs þá enn um hríð.
XIX. Andlát Tómasar frcenda.
Pað fór hrollur um Georg Shelby oghonum varð ilit fyrir
hjartanu, er hann gekk inn í kofann, þar sem Tómas frændi
hefði legið í tvo daga.
„Er það mögulegt — er það mögulegt?" sagði hann og
kraup á kné við flet hans. „Tórnas frændi; veslings, veslings
gamli vinur!“
Það var eitthvað í málrómnum, er þrengdi sér að eyra
hins deyjandi manns; því hann hreifði höfuðið ofurlítið og
brosti.
Tár, sem voru karlmannshjarta hins unga manns tíl
sóma, streymdu niður um kinnar hans, ei- hann laut yfir
gamla vininn sinn.
„Ó, kæri Tómas frændi! Littu upp, talaðu við mig einu-
sinni enn þá. Sjáðu! Það er hann Georg, hann litli Georg
þinn. Þekkirðu mig ekki, Tómas frændi?"
„Master Georg!“ sagði Tómas, og opnaði augun; hann
talaði í mjög veikum róm. „Master Georg!“ Hann virtist
eiga bágt moð að átta sig. Smám saman rankaði hann þó við
sér, hið sljóa augnaráð skirðist og það birti yfir öllu andliti
hans; hann fórnaði upp mögru höndunum og tár runnu niður
kinnarnar.