Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 2
2
Og gæzku þinnar geislar sjást,
því gjörvöll þaðan streymir ást,
sem dregur gylt og guðlegt band
í gegnum dauðans skugga land.
Þér vetur, sumar, vor og haust
æ vegsemd rómar endalaust;
þig lofar breidd og lengd og hæð,
þig lofar hjartans dýpsta æð.
Þín lofgjörð, guð, vor herra hár
æ hljómi ný um gjörvöll ár;
svo lengi nokkurt mælf er mál,
þig mikli hugur, tunga, sál.
------<X>^0------
Um barna uppeldi
eptir Otto Funcke.
I. Minntu börnin Jnn á, að ]>au eru guðs ættar.
„Ef eg kæmi til himnaríkis og hitti þar ekki. son minn,
sem reyndar er orðinn gjörspilltur, en eg elska samt af öllu
hjarta, þá mundi eg skella aptur hui ð himnarikis og fara með
honum til helvítis", sagði geðmikil móðir, um leið og hún
kom lít úr kirkju einni, þar sem talað hafði verið um himna-
ríki og helvíti. Það var sjálfsagt ekki rétt sagt, en við get-
um þó skilið að elskandi móðir getur komizt svo að orði.
Góðar mæður og góðir feður geta ekki hugsað sér sælu, þar
sem börnin þeirra eru ekki, og þau geta heldur ekki hugsað
sér neina jarðneska hamingju án þess að börnin eigi hlutdeild
i henni. Börnin eru hinn dýmætasti fjársjóður foreldranna.
Staða og virðing veraldarinnar getur ekki bætt foreldrunum
barna ólán4
Eg gleymi aldrei því, sem riki maðurinn sagði við mig,
þar sem við stóðum við glugga, er vissi út að einni aðalgöt-
unni i H.........Hann hafði fengið mér í hendur mikla pen-
ingagjöf til góðgjörða fyrirtækis, og eg var að tala um, hversu