Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 3

Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 3
3 mikils vert það væri, að hafa svo mikið af tímanlegum fjár* munum á valdi sinu. Þá benti hann á skóaradreng, sem gekk á götunni, og sagði með tárin í augunum: „Eg vildi gefa alla eigu mína til þess að eitthvert barn- anna minna væri mér til eins mikillar ánægju eins og þessi skóaradrengur er föður sínum“. Vér skiljum það, og vér vit- um að foreldrum er meira ant um líf og hamingju barnanna sinna, en sinn hag. Hver góð móðir mundi stofna lífi sínu i hættu, til að frelsa barnið sitt úr eldsvoða, og mundi ráðast á ljón, sem hefði barn hennar i klóm sér. En það er ekki mikið, sem vér getum gjört fyrir börn vor; á erflðustu tímun- um er annleggui' vor of stuttur, kraptar vorir of iitlir, og hyggni vor ófullnægjandi. A meðan börnin eru ung, þá verðum vér opt hrædd og kvíðafull, þegar þau í veikindum sínum hrópa: „pabbi, pabbi, hjálpaðu mér!“ — Og hversu mikiu fremur höfum vér þá eigi ástæðu til þess, þegar börnin fara að rata i raunir og freistingar, þegar þau í rauninni eru hætt að vera börn, en samt eru börnin vor. Það er þó engin spurning, sem oss ætti að vera jafn um- hugað um eins og sú: Hvað eigum vér að gjöra, svo að vér getum verið viss um að börn vor verði Ijós og salt hér á jörðu og fái að lokum hlutdeild í sælu guðs barna á himnum. Því hið síðasta og sannasta takmark alls vors jarðneska lífs er þó ekki annað en að ná heim til föðurhúsanna himnesku, og það er óhagganlegt i augum hvers kristins manns, sem er kristinn meir en að nafninu til, að Jesús Kristur sé eini veg- urinn þangað, hann einn geti veitt oss eilífa lífið. í augum trúaði-a foreldra verður því spurningin þannig: „Hvað eigum vér að gjöra til þess að börnin vor komist í samfélag við Jesúm?" Og þá er svarið: Vér þurfum fyrst og fremst ekki að gjöra neitt, en vér þurfum að trúa, trúa því, að börnin vor séu endurleyst. Þessa háleitu og sæluríku hugsun: Barnið mitt, þú ert endurleyst og kallað til að vera guðs barn um tíma og eilífð, þú átt frelsara, sem hefur keypt þig með sínu dýrmæta blóði, og hættir ekki fyr en hann hefur gjört þig dýrðlegt í sinni mynd; — þessa háleitu og sæluriku hugsun eigum vér að innræta baininu, undir eins og það fer að hugsa. Vér eigum

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.