Fríkirkjan - 01.01.1902, Blaðsíða 4
4
að beina augum þess til himins, þar sem Jesús situr i dýrð
sinni og almætti, konungur allra inanns-sálnanna. Sú hugsun,
að börnin séu endurleyst, á að vera huggun vor, þe'gar vér
litum á börnin, og það sé slyrkur vor í uppeldi þeirra.
Yér eigum ekki að treysta sakieysi barna vorra. Það sak-
ieysi á heima í ímyndun vorri og hvergi annarstaðar. Ógnar
kraptur syndarinnar blundar i brjósti þeirra; voðaöfl syndarinn-
ar leika um þau, og ótal illir andar reyna að tæia þau og toga
niður, — niður til helvítis. En oss er óhætt að fulltreysta
því, að Kristur er sterkari en syndin, djöfullinn, helviti og
heimurinn, þótt það leggist allt á eitt, og þótt það æði og vinni
voðalegt tjón.
Oll aðhlynning og glœðing andlega lifsins verður að slyðjast
við ~þá grundvallarskoðun, að endurlausnin sé fram farin. Höf-
uðatriðið i öllum söng, bænum og íhugun guðs orðs verður að
vera þetta: endurlausnin í Jesú Kristi er fram farin. Vér
eigum þvi ekki fyrst og fremst aÖ tala við börnin um synd
og helvíti, dóm og reiði guðs, heldur eigum vér að sýna þeim
dýrð kristindómsins og hinar björtu hugsjónir hans, tala við
þau um hinn almáttuga og óendanlega kærleika guðs, reyna
ekki svo mjög til að sýna þeim hinn stranga óvíkjanlega lög-
gjafa, heldur hjálpa þeim til að sjá hina dýrðlegu föður-ásjónu
guðs. Vér megura ekki hafa trúarbrögðin að svipu á þau, og
þess vegna er það fjarri öllu lagi, að reka þau til að læra sálma
eða ritningargreinar, þegar þeim yfirsézt, eins og í refsingar
skyni. Vér eigum ætíð og ávallt að sýna þeim, að sönn guð-
hræðsla og sönn gleði eru skiigetnar systur.
Það fer opt hrollur um oss, þegar vér virðum fyrir oss
heiminn, sem bíður barnanna, þar sem þau bráðlega (já svo
brátt!) verða að hjálpa sér sjálf. Vér hugsum opt með hryggð
og kviða: Hvað ætli verði um ykkur, blessuð börnin )nin,
þegar þið farið að ráða ykkur sjálf og eruð orðin foreldralaus?
Mér kemur hér í hug átakanleg saga:
Málari nokkur ætlaði að mála sakleysið, og málaði hann
þá einstaklega laglegan dreng, sem kraup við hné móður sinn-
ar; móður-ástin skein úr augum hennar, þar sem hún horfði á
drenginn sinn, en hann spennti greipar, horfði til himinsogþað var
nær þvi sern bænarorðin sæjust, á vörum hans; heilbrigði mátti