Fríkirkjan - 01.01.1902, Page 5
5
lesa á rauðu og hnöttóttu kinnunum hans, og friður og guð-
rækni skein úr augum hans. Mönnum geðjaðist ágætlega lista-
verk málarans, og honum þótti sjálfum svo vænt um það, að
hann seldi það ekki, en lét þessa ímynd sakleysisins hanga
á veggnum hjá sér allt fram á elliárin. Honum hafði komið
til hugar, að mála gagnstæða mynd, þar sem syndin og glæp-
irnir kæmu greinilega i ljós. En það hafði opt mistekizt.
Loks heyrði hann getið um glæpamann, sem dæmdur hafði
verið til dauða, fyrir alls konar glæpi. Hann fékk leyfi til að
koma til hans í fangelsið, gjörði þar frumdrætti málverksins
og lauk svo síðar við það. Hér hafði honum tekizt að finna
ímynd syndarinnar. Þarna lá grindhoraður maður í hiekkjum.
Hann var dökkur á brún og skuggalegur, kinnfiskasoginn og
augun flóttaleg og þó svo þrjózkuleg, langt inn í höfðinu. Það
var likast þvi s'em orðið „glæpur" væri brennimerkt á enni
hans, óg þegar litið var á varir hans, var auðséð, að þeim
mundi tamast að bölva og formæla sjálfum sér, guði og mönn-
um. Þegar mályerkinu var lokið, lét hann það við hliðina á
hinu málverkinu, og fór að bera þau saman. En þá varð
málaranum heldur en ekki hverft við, því að þótt þessi mál-
verk væru svo óendanlega ólík, sá hann þó brátt að eitthvað
mundi skylt með barninu og glæpamanninum. Pað fór hroll-
ur um hann. Hann fór nú að spyrjast fyrir, og kom þá í
ljós, að drengurinn, sem hann hafði málað, til að sýna sak-
leysið, og glæpamaðurinn, sem nú var orðinn ímynd syndarinn-
a.r, voru sami maður. Djöfulkraptur syndarinnar hafði þannig
afmyndað sakleysislega barns andlitið.
Eg veit ekki, hvort saga þessi er skáldsaga eða ekki, en
þó hún væri skáldsaga, þá er hún samt sönn, þúsund sinnum
sönn.
Pað er ekki langt síðan að eg vitjaði um stúlku nokkra,
sem var eins langt komin á braut syndarinnar, eins og stúlk-
ur yfir höfuð komast; eg vifjaði hennar, þar sem hún var í
fangelsi. Þegar stúlka þessi var lítið barn, sat hún opt á
hnjám mér, og var þá eptirlæti allra og ímynd sakleysisins.
Seinna var hún mér til mikillar ánægju í sunnudagaskólanum;
hún hlustaði með athygli á guðs orð, og hugur hennar og
hjarta var þá gagntekið af hinum fögru frásögum guðspjall-