Fríkirkjan - 01.01.1902, Qupperneq 7

Fríkirkjan - 01.01.1902, Qupperneq 7
í líkingu syndugs holds, þegar guð gjörðist maður með holdi og blóði eins og vér. Jesús Kristur þroskaðist, eins og maður allt frá þeirri stundu, er hann lá nakinn og ósjálfbjarga í skauti móður sinnar, til þeirrar stundar, er hann, blóðugur á kross- inum, fól anda sinn í hendur föður síns. En hversu góður hann var við litlu börnin! Nam hann ekki staðar, hógvær, blíður og vingjarniegur við hverja barnssál? Hann segir svo margt háleitt um börnin og setur þau til fyrirmyndar fullorðna fólkinu. Hann talar um engla, engla barnanna, sem sjái ætíð auglit föðursins á himnum, hann fer skýrum orðum um það lof, sem drottinn hefir búið sér af munni barna og brjóstmylk- inga. „Þeirra er guðs ríki“, segir hann við lærisveinana, sem ætluðu að reka börnin burtu. „Þeirra er guðs riki“, — það eru hin mikilvægu orð, sem vér verðum að byggja upp- eldið á. Þegar þú heíir þenna sannleika fyrir augum, að þeirra er guðs ríki, þá mun kærleiki þinn hreinsast og óþolinmœðin fá banasár. Þú hættir þá að dekra við börnin þín og ala upp í þeim óþekkt, en þú lætur þá heldur okki hugfahast út af syndum þeirra. Ef óskynsamlegt dálæti freistar þín eða óþolinmæði og ráðaþrot sækja á þig, þá segðu við sjálfan þig: „Pau eru guðs börn! Þau eru endurleyst í blóði Jesú Krists". Jesús vill með helgum höndum hjúkrun veita börnum smáum, því með traustum trygðaböndum tengd þau eru drottni háum. Þú mátt því segja: „Þau eru endurleyst, eg þarf ekki að endurleysa þau; eg á ekki að vera annað en boðberi guðs, sem flyt þeim þennan gleðilega boðskap og skýri hann fyrir þeim*. Það er gleði, sem allri gleði er æðri, að mega flytja börnunum sínum þennan boðskap; láttu það vera huggun þína, þegar gallai' barnanna fara að koma í ljós og þau eru að fara á glapstigu, treystu því, þótt þau séu komin út í voðamyrkur syndarinnar. fú átt þannig að vekja heilagt stæri■ lœti hjá barni þinu, minna þau á tign ættar sinnar, þar sem þau eru guðs ættar og séu guðs börn. Kennarar konungssona

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.