Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 12

Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 12
12 hinum heilögu til sannrar uppbyggingar. Og það er því mið- ur iangt írá, að mikill hluti presta þeina, er við háskólann menntast, geti þetta; svo að þeir söfnuðir trúaðra manna, sera eru ávöxtur af starfi heimatrúboðsins, eru víða með öllu prestlausir, og verða að lifa út af fyrir sig, sem engan veginn er heppilegt. Þess vegna stendur heimatrúboðið gagnvart há- skólanum með þá kröfu, að uadirbúningur prestaefnanna snúist aðallega að hinu verklega, í stað þess sem hann áður hefur ver- ið mestmegnis vísindalegur, — snúist að því, að framieiða lifandi presta með opnu auga fyrir afstöðu prestsins til trúarlífsins, þar sem það er vaknað. En það iíturúc fyrir að háskólinn gagnvart þessari kröfu setji sig enn á hinn gamla vísindalega háhest og vísi kröfunni frá sér. Önnur krafa tíl háskólans, som heimatrúboðið heidur fast og ákveðið fram, er sú, að hann kenni prestaefnunum að vera biblíutrúaðir. svo sannarlega sem vér heyrum tii hinnar lút- ersku kirkjudeildar með meginsetning hennar um að biblian ein skuli vera regla og mæliþráður trúar og lifernis. Fyrir því krefst heimatrúboðið þess, að háskólinn hætti við hina kristin- dómeyðandi biblíukritík, sem aptur, eins og í byrjun aldarinnar, hefur smeygt sér inn frá Pýzkaiandi og sýkt þegar marga af hinum ungu námsmönnum. Innri missiónin er bibliutrúuð; og líf það, sem hún hefur vakið, hlýtur að halda því fram sem einni af hinum fyrstu kröfum til prestanna, að þeir séu bibliutrúaðir. En einnig i þessu efni situr háskóli vor á hinum gamla háhesti sínum. Það sýndi sig fyrir nokkrum árum á Betesda-samkomu, þá er um þetta atriði var rætt. Aschenfeldt-Hansen prestur hafði minnzt orða jótsks fiskimanns nokkurs, er hefði sagt við hann: ,Eg les ávallt biblíuna mína á hnjánum." f*essi orð notaði eg í mótspyrnu minni gegn biblíukritíkinni, og lauk máli mínu með að segja: ,Á hné fyrir hiblíunni, þér háskólakennarar!“ En þó orð þessi væru bæði fullkomlega réttmæt og meinlaus, þá voru áhrifin engu likari enn að sprengikúlu hefði verið þeytt inn á fundinn eða hinum tigna háskóla veitt glæpsam- legt banatilræði. Jafnvel Friðrik Nielsen háskólakennari, mað- ur frjálslyndur og oss velviljaður, er var fundarstjóri, sagði:

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.