Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 14

Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 14
14 lands verið sæmdur með þessum veglega titli af einum embættisbróður sínum í Yesturheimi, reyndar nú afdönkuðum. Og er fróðlegt að bera saman afstöðu þessara tveggja manna við biblíukritikina nýju. Annar þeirra telur hana með „djöf- ulsins vélabrögðum" og kveður hina lifandi söfnuði í Dan- mörku eigi munu viðurkenna neinn þann mann sem erindreka drottins, er meingaður sé slíkum ófögnuði. En hinn virðist hafa sett sér það fyrir mark og mið að leiða þjóð sína í allan sannleika með bibliukritikinni og kveðst auðsannfærðari um að hvitt sé svart, heldur en um það að niðurstöður bibiiukiitik- arinnar séu rangar. Svo sem kunnugt er, hefur þessi „höfuð- prestur" íslands kennaraembætti við prestaskóiann og hefur því hið bezta tækifæri til að gróðursetja þessa plöntu hjá prestaefnunum. Auk þess hefur hann ritað allmikið um þetta nýja evenqelium í blað sitt og haldið tvo fyrii'lestra um það á sýnódus. Það virðist því enginn óþarfi að beina til hans og til íslenzkra presta yfir höfuð hinum „réttmætu og meinlausu“ orð- um Vilh. Becks: „Á liné fyrir hiblíunni!“ c7£irfy‘u6yggincjin. fað er nú orðið nokkuð langt síðan vér höfum í blaði voru minnzt á hina fyrirhuguðu kirkjubyggingu utanþjóðkirkju- safnaðarins í Reykjavík. Hið síðasta, sem vér höfum getið um henni viðvíkjandi, var það, er gjörðist, á safnaðarfundi 18. febrúar síðastliðið ár. Á þeim fundi varð það að samþykktum, að útvega skyldi lóð undir kirkjuna á Skólavörðuholtinu, það er að segja einhverss- staðar á svæðinu milli Laugavegar og Laufásstígs, og var nefnd manna faiið á hendui- að umgangast það. En þegar til kom, þá fékkst á þessu svæði engin sú lóð, er hentug þætti eða tiltækileg. Aptur á móti mátti fá lóð eigi langt frá þessu tiltekna svæði, austan við tjörnina skammt fyrir sunnan barnaskóia bæjarins. Jjóð þessa áttu Odd-félags- menn, og varð það úr að frikirkjumenn keyptu hana af þeim.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.