Fríkirkjan - 01.01.1902, Qupperneq 15

Fríkirkjan - 01.01.1902, Qupperneq 15
15 Eigi voru þó allir alls kostar ánægðir með þessi lóðarkaup. Þótti surnum, að fá hefði mátt ókeypis lóð undir kirkjuna; og það hefði að visu verið æskilegast, ef hún hefði verið íáanleg á hentugum stað. En á hinn bóginn urðu þó allir að sjá það og kannast við það, að þessar 600 kr., sem lóðin kostaði, gjörðu í sjálfu sór ekki svo mikið til né frá, og eins hitt að kirkjustæðið er að öðru leyti vel sett, svo vel. sem unnt er, þar sem það er nálægt miðbiki bæjarins og þó nokkuð út úr, á kyrlátum stað iít.ið eitt suður með tjörninni að austanverðu. Þar er og mjög fagurt; umhverfis tún og framundan tjörnin. Verði þessum stað sómi sýndur, t. a. m. með trjáplöntunum og öðru þvílíku, þá verður þarna ijómandi staður handa kirkj- unni. Þannig er nú kirkjubyggingarmál safnaðarins komið i á- gætt horf, og er nú óhætt að fullyrða, ef eigi koma fram neinar ófyrirsjáanlegar tálmanir, að kirkjan verður byggð á komandi sumri; því að efniviður er þegar pantaður og grunn- urinn vel á veg kominn, svo að byrja má þegar að reisa kirkjuna, er trjáviðurinn kemur. Það eitt þykir oss nú vanta — og inörgum öðrum bæði í söfnuðinum og utan hans, sem haía áhuga á máli þessu — að kirkjan verði rwgu stór. Það var upphaflega fyrirætlunin, að kírkjan yrði með svip- aðri stærð og dómkirkian, eða í öllu falli ekki miklum mun minni. lín á endanum varð það niðurstaðan, að menn treyst- ust ekki til að ráðast í svo stórt að sinni og tóku það ráð, að hafa þegar í stað fulla breidd kirkjunnar, svo að bæta mætti við lengdina síðar meir, en hafa hana að svo stöddu eigi nema rúmlega. eins langa, auk forkirkjunnar, eins og hún verður á breidd. « Nú or þessi stærð, sem ráðgjörð er i bráðina, að visu yfirfljótanlega nóg handa frikirkjusöfnuðinum með þeim mann- fjölda, sem enn er i honum. En auk þess sem það er tviverkn- aður og óþarfur kostnaðarauki að byggja kirkjuna fyrst litla og stækka hana siðar, þá er hér á annað að líta, sem sé það að kirkjan geti orðið, og það þegar í stað, sem fullkomnust bót á því samkomuhúsleysi til guðsþjónustuhalds, sem svo

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.