Jólablaðið - 24.12.1931, Side 3
1931
JÓLABLAÐIÐ
3
ÍSL ANDSDEILDIN
Skrifstofa: Lækjartorg 1.
Pósthólf: 687. Sími: 1
Venjulegar líftryggingar, bamatryggingar, hjónatryggingar,
nemendatryggingar, ferðatryggingar o. s. frv.
Bezta tækifærisgjöfin, sem þið getið gefið börnum yðar og
aðstandendum, er líftrygging í ANDVÖKU.
JÓN ÓLAFSSON, lögfræðingur.
tu 22. Sími: 2167
Bækur! Bæktir!
Inníendar bækttr. Útlendar bækar.
Bækttr víð hvers manns hæfí.
Bæktir tíí jólagíafa.
Ársælí Árnason.
Lattgaveg 4. Sími 556.
íHiiiiiiiiiiiniiimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiminiMiiuræ
nosin
(Frásögn um rósimar í þymikórónu Frelsarans)
EFTIR LAURITZ PETERSEN.
Aðalstöðin.
Sími 929 & 1754.
Fyrsta flokks bílar. — Áætlunarferðir á hverjum degi til
Keflavíkur, Sandgerðis og Orindavíkur.
SANNGJÖRN OG ÁREIÐANLEG VIÐSKIFTI.
í Haraldarbúð
mttn ná sem fýr reynast hezt að
verzla fyrír jólín. Nægar bírgðír
af allskonar vefnaðarvörttm
og fatnaði, attk margs annars, sem er sérlega
hentttgt tíl jólagjafa. ---
Á morgni jarðlífsins óx dálítil rós, með hvítum blómum, utan við
aldingarðinn Eden.
Hún gat ekki skilið, hvers vegna hún hafði vaxið þarna. Og þegar
fuglarnir, um hádegisbilið, leituðu sér hvíldar í forsælu girðingarinnar,
spurði rósin þá, hvort þeir gætu sagt sér það. En þeir vissu það ekki held-
ur. Þeir sögðu litlu rósinni, að stundum, þegar kvöldhúmið færðist yfir,
þá gengi skaparinn gegnum hina friðsælu laufganga Paradísar, og hann
mundi vita, hvers vegna allt væri eins og það var. Hún spurði stjörnuskin
næturinnar, sem lék feluleik í laufinu. En stjörnurnar vissu það ekki.
Þær héldu aðeins, að svarið væri hulið einhversstaðar langt, langt úti í
straumi líðandi tíma, eða máske í óþekktu skauti eilífðarinnar.
Litla rósin varð að sætta sig við þetta. En allt af fannst henni þó,
sem hún ætti heima þarna inni, og oft þrýsti hún sér löngunarfull upp
að laufþykkni girðingarinnar.
Og það skeði árla morguns, að golan sveigði trjágreinarnar í girðing-
unni til hliðar, svo að rósin sá inn fyrir — inn yfir dúnmjúka grasflet-
ina, þar sem úlfurinn lék sér við lambið, undir sólgylltu laufinu. Þá varð
hún gagntekin af undarlegum, titrandi unaði. Hver einasta hrísla og frjó-
angi nötraði.
Og það skeði síðla kvölds, að næturvindurinn, sem blés yfir slétt-
una, bærði trjágreinarnar á sama hátt. Þá sá litla rósin aftur inn fyrir.
Þá sá hún inn í dýpstu sælu Paradísar. Hún gægðist inn í sönnustu ham-
ingju jarðarinnar. Hún sá tvær manneskjur. Manneskjur, sem ljómuðu
af fegurð í hinu milda húmi Paradísar. Tvær manneskjur, horfðust í
augu, og augu þeirra voru sem blikandi stjörnur.
Og þegar girðingin hafði lokast aftur, og rósin var orðin ein úti á
endalausri sléttunni, þá héngu glitrandi tár á hverju blómi og hún ilm-
aði eins og rósirnar í sjálfri Paradís. Þá nótt dreymdi hana, að hún væri
tekin upp og gróðursett inni hjá þessum tveimur, fallegu verum, og þar
fékk hún að vera.---------
En einu sinni gekk óskaplegt óveður yfir heiminn. Myrkrið kom úti
við sjóndeildarhringinn eins og ógnandi hamraveggur, og stjörnur him-
insins fólu sig bak við þjótandi skýjadrög. Regnið lamdi sléttugresið og
allar greinar og blöð veinuðu í angist. Náttúran kveinaði og grét, án
þess að þekkja orsökina að sorg sihni. Öll hljóð jarðarinnar runnu sam-
an í eina dauðastunu, sem hækkaði og hækkaði.
Litla rósin hnipraði sig saman í angist, án þess að vita, hvað skeð
hafði. En á þessari stundu hafði syndin komið í heiminn. Og' enn sá hún
girðingu aldingarðsins ljúkast upp og manneskjur tvær koma út. Skjálf-
andi stóðu þær í næturstorminum og þorðu ekki að fara til austurs og
ekki til vesturs. Þau störðu niður á jörðina, sem héðan í frá átti að bera
þeim þyrna og þistla, þar til þau hyrfu í skaut hennar.
Maðurinn steig með berum fætinum ofan á rósina, og þyrnarnir
stungu hann, og blöðin urðu blóði drifin. En maðurinn fann það ekki, því
dauðinn hafði sezt að í hjarta hans, og það olli honum enn sárari kvalar.
En þar sem blóðbletturinn kom á blöðin, visnuðu þau. Blóð þessa fallna
Framhald á bls. 4