Jólablaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 6
6
JÓLABLAÐIÐ
1931
piiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiHiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig
Óskum öllum við-
skiftavinum vorum §
JGIeðilegra Jóla!|
| j»pnHRi)or |
iillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli^
SV. JÓNSSON & CO.
Kírkjustraetí 8B — Reykjavík
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgð-
ir af fallegu og endingagóðu veggfóðri,
margs konar pappír og pappa — á þil,
loft og gólf — og gipsuðum loftlistum
— og loftrósum. —
Talsími 420. Símnefni: Sveinco.
r
I blikksmíðauinnustofu
1. Bjarna Péturssonar,
Talsími 125. Reykjavík. Pósthólf 125.
Kaupa menn beztar og ódýrastar neðanskráðar
vörutegundir tijl skipaútgerðar:
Acetylen. Gasblys. Aðgerðar-Ljósker. Akkeris-Ljósker. Blikkbrúsa. Blyskönnur.
HIiðar-Ljósker. Jafnvægislampa. Lifrarbræðsluáhöld. Loftrör. Olíubrúsa. Olíukassa
(í mótorbáta). Olíukönnur. Potta (allar stærðir). Síldarpönnur. Steam-Ljósker.
Heck-Ljósker. Troll-Ljósker. Gas-Ljósker. Form. Tarínur. Könnur. Katla Fiskbakka.
Brennara. Glös, rifluð og slétt í flest allar tegundir af ljóskerum. Lampa. Lýsistunnur
Styðjið innlendan iðnað, og kaupið hjá ofangreindri vinnustofu, sem uppfyllir kröf-
ur nútímans með: Vandaðri vinnu! Lágu verði og fljótri afgreiðslu!
Lágu verði og fljótri afgreiðslu!
il
Oft hefir verið þröngt í búi hjá íbúum þessa lands,
og hefir það stórum dregið úr þeirri gleði og upp-
örfun, sem jólin annars færa.
Mörg ekkjan og munaðarleysinginn hafa haft um
sárt að binda, vinum gamalmenna hafa óðum farið
fækkandi, og hefir þeim fundizt sem skuggar lífs-
daga sinna væru farnir að lengjast.
Sökum vinasaknaðar og fátæktar hefir margur
um undanfarin jól, margur sem ekki bar sig upp við
neinn og enginn vissi af, staðið gleðisnauður, meðan
aðrir sátu í glaumi og dýrum krásum, umkringdir
fagnandi vinum.
Óumræðileg huggun felst í því fyrir margan vina-
snauðan, að finna bróðurþel hins ónefnda í mynd af
einhverri smágjöf. Ógleymanlegt er það bros, sem
líður yfir andlit sumra, þegar ])eir veita henni mót-
töku, sökum þeirrar samúðar og bróðurþels, sem á
bak við hana er falinn.
Um 36 ár eru liðin síðan Hjálpræðisherinn hóf
samvinnu með íbúum þessarar borgar, til þess að
draga úr skorti og hvers konar örðugleikum hinna
efnaminni um jólin, og skal það verða sagt, að Reyk-
víkingar hafa öll þessi ár brugðist sérlega vel við og
jafnan verið örlátir, þótt efnin oft hafi verið tak-
mörkuð.
Ekkert virðist það vera glæsilegt, að verða að fara
í fjárleit til manna, eins og ástæðurnar eru nú, en
eins og endranær mun Heróp Reykvíkinga vera:
„Á meðan nokkur eyrir er til í borginni, má enginn
vegna skorts, sakna gleðilegra jóla“.
Leikur mér grunur á því, að þeir örðugleikar sem
eru svo tilfinnanlegir fyrir alla, komi hlutfallslega
harðast niður á þeim efnaminnstu, gamalmennum,
ekkjum, munaðarleysingjum og fjölmennum heimil-
um, þar sem mörg börn eru í ómegð.
Hin síðari ár hafa að jafnaði allt að 300 f jölskyld-
ur notið góðs af þeirri jólastarfsemi, sem Hjálpræð-
isherinn hefir gengizt fyrir hér í borginni, og er þvi
miður þörfin enn meiri á þessu ári en endranær, svo
vart verður hægt að reikna með færri fjölskyldum
en áður.
Dorcasfélagið hefir starfað nú um ]>riggja mánaða
skeið til að undirbúa jólaúthlutunina. Og hefir það af-
kastað að sauma um 180 flíkur, sem áætlað er að
verði útbýtt í sambandi við jólin. Ennfremur má
geta þess, að félagið ætlar að starfa í allan vetur,
og þar með leitast við að vinna á móti klæðleysi
barna. — Þess vegna væri það æskilegt, að þeir, sem
hafa föt aflögu er hægt væri að sauma um, fataefni
eða jafnvel tilbúin föt, sem þeir gætu látið af hendi,
gæfu oss tilkynningu þar um símleiðis eða á annan
hátt.
Minnist þess, að vér um þessi jól og í allan vetur,
munum annast um hvers konar úthlutun til þurfal-
inga.
|—lúsmæður!
Biðjið kaupmann yðar ávallt um
Ljómasmjörlíki.
Trúið mér, að það er næring-
armesta og bragðbezta smjör-
líkið.
Símí 2093.
Sökum hinna fyrirsjáanlegu
örðugleika Vegna hins almenna
fjárskorts, treystum vér því, að
almenningur leggi sig þess betur
fram við fjársöfunina, og heldur
neiti sér um eitthvað á jólaborð-
ið en að hungur, klæðleysi eða
önnur örbirgð skyldi valda gleði-
sr.auðum jólum hjá nokkru gam-
almenni, ekkju, munaðarleysingja
eða öðrum illa stæðum, sem hægt
yrði að ná til.
Að venju tökum vér höndum
saman og látum af hendi rakna
eins mikið og oss er mögulegt,
mun þá takmarkinu verða náð,
„Allir Reykvíkingar gleðileg jól“.
X.
Til jólanna:
Gerduft, eggjaduft, vanilla-sykur, hjartarsalt,
natrón, vanilla, súkkat, pommeranskal, kókósmjöl,
möndlur (sætar og beiskar), flórmjöl, kakaó í
lausri vigt og í pökkum, gelatine, hunang.
Allskonar krydd:
Heill og steyttur kanell, kardemommur, muskat,
engifer, pipar (svartur og hvítur), spanskur pipar,
Cayanne-pipar, karry frá Austur-Indíum.
H indberjasaft,
kirsiberjasaft, ribsberjasaft — tilbúið hér í lyfja-
búðinni úr frumefninu einu saman og sykri.
Ávaxtalitur, gulur, rauður, grænn.
Matarolía, vínedik, extragón-edik o. m. fl.
INGÓLFS APÓTEK
Aðalstræti 2. P. L. Mogensen. Talsími 1414. ílS
gerið þér hjá okkur, ef þér leggið áherslu á:
Hreinlæti,
Fyrsta flokks vörur,
Sanngjarnt verð,
Fljóta og nákvæma afgreiðslu.
Allt til bökunar: Niðurs. ávextir:
Hveiti.
Strausykur.
Dropar.
Gerduft.
Krydd.
Sulta o. s. frv.
Sælpti:
Ávextir i pk.
Súkkulaði.
Konfekt o. m. fl.
Jarðarber.
Ananas.
Perur.
Ferskjur.
Aprikósur.
Oíanálag:
íslenzkt «mjör.
Smjörlíki.
Ostar.
Niðursuða.
Nýir ávextir:
Appelsínur.
Bananar.
Epli.
Perur.
Allt til
jólanna!
Verzlunin Liverpool.
Hafnarstræti 5.
Sími 43.
Baldursgötu 11.
Sími 1668.
Laugavegi 76.
Sími 1393.
Ásvallargötu 1.
Sími 1452.