Jólablaðið - 24.12.1931, Side 7

Jólablaðið - 24.12.1931, Side 7
1931 JÓLABLAÐIÐ 7 ■OOOOOOOOOOOOOOOOOB o o s Fjóluvöndurinn S o o A “**” A „Nei, mamma mín, það er alveg ómögulegt. Eg verð að vaka aðfangadagskvöld, en á jóladag get eg áreiðanlega skroppið heim svolitla, stund“. Ida reyndi að sýnast ánægð, en það vildi nú ekki heppnast alveg til fulls. Rödd hennar titr- aði, og hún varð að taka á öllu þreki sínu, til þess að stilla grátinn. — Þetta var í fyrsta skifti, sem hún gat ekki haldið jól heima. Síðustu jól hélt hún með pabba og mömmu — björt og gleðirík voru þau, eins og allt af frá því fyrsta, að hún mundi eftir sér. En nú var allt orðið breytt. Faðir henn- ar var dáinn, og þær mæðgurnar höfðu við fátækt að stríða. Ida varð sjálf að hafa ofan af fyrir sér, og nú var hún nemandi í sjúkrahúsi þar í borginni. Hún hugsaði sér að vinna svo, að hún gæti orðið stoð móður sinnar. Hún elskaði og virti móður sína, og það var henni allt af hátíðardagur, þegar hún í frístundum kom heim og gat dvalið á hinu litla og snotra heim- ili hjá móður sinni. Hún var komin í yfirhöfnina og var að kveðja. Til þess í lengstu lög að dylja fyrir móður sinni, hve erfitt henni féll, að mega ekki vera heima að- fangadagskvöldið, hafði hún látið bíða að minn- ast á það, þar til hún stóð í anddyrinu. Frú Larsen þekkti dóttur sína, og skildi bar- áttu hennar. I skóla lífsins hafði hún lært undir- gefni jafnt í sæld og sorg; þess vegna svaraði hún um leið og hún kyssti Idu: „Þá skulum við einnig gleðjast yfir því, barnið mitt, að það eru margir, sem ekki eiga eins gott og við. Við skulum vera rólegar í þeirri fullvissu, að það horfi til einhvers góðs, og að Guð hafi sína ákvörðun einnig í þessu!‘. Ida gat nú ekki alveg fellt sig við þessa hugsun. Meðan hún gekk um hinar upplýstu götur, var hún allt af að hugsa um það, að Guð gæti hagað því öðruvísi, svo hún fengi að vera heima á aðfanga- dagskvöldið. Oft og innilega var hún búin að biðja Guð um það, og það var þungbært að vita mömmu sína aleina heima. Það var aðfangadagskvöld. Ida var á leið út úr herbergi sínu, þá var barið að dyrum og henni réttur dálítill böggull. „Hvað getur þetta verið?“ Ida og móðir hennar voru búnar að koma sér saman um, að láta jóla- gjafirnar bíða næsta dags, en annars þekkti hún engan, sem hugsanlegt væri, að myndi senda jóla- böggul. — Hún tók nú lokið af öskjunni, og í henni lá dá- lítið sendibréf og undurfallegur jólavöndur. „Ó, þú elskulega móðir! Þetta er þá frá henni, og mamma veit, að mér þykir einmitt svo vænt um þessi litlu blóm“. Augu hennar fylltust tárum, svo hún gat tæplega lesið þessar fáu línur, sem móðir hennar skrifaði: „Kær jólakveðja til litlu stúlkunnar minn- ar. Við mætumst í anda bænarinnar, og eg veit, að Jesús er okkur báðum nálægur og vill veita okkur sína blessun, svo við getum þakkað honum“. Stóri salurinn, þar sem Ida átti að hafa nætur- vörslu, og þar sem hún nú mætti fyrir venjulegan tíma, var svo fallegur og hátíðlegur. Á miðju gólfi stóð stórt, uppljómað grenitré, og ljómi þess end- urspeglaðist í hvers manns auga, og alls staðar sá hún brosandi andlit. Það var eins og allir, sem þarna lágu, fyndu til nærveru friðarhöfðingjans og þeirrar gleði, sem hann vill gefa hverjum ein- um. Allur dapurleiki, sem ávallt hvílir yfir sjúk- dómi, varð að víkja fyrir honum, sem gefur öll- um þjáðum huggun. Á litla borðinu við hvert rúm lágu gjafirnar, tákn kærleikans, sem hafa góð áhrif, ekki sízt, þeg- ar leiðin liggur inn um dyr sjúkrahúss. Að eins eitt borð var autt, og augu ungu konunn- ai, sem lá í rúminu þar hjá, lýstu engri jólagleði, þvert á móti virtust þau lýsa þrjózku og kulda, það var eins og þau með valdi vildu vísa allri birtu og öllum kærleika á bug. Fyrir þrem vikum liðnum var frú Weber flutt á sjúkrahúsið. Hún hafði verið dregin upp úr tjörn- inni, þar sem hún í örvæntingu sinni ætlaði að tOttOMOtO) SoSSín- búð S. Jóhannesdóttír er í Reykjavík beint á móti Landsbankanum og á Isafírðí við Silfurtorg. o Soffíubúð selur aðeins vandaðar vörur fyrir lágt verð. Soffíubúð á Isafirði hefir starfað í nærfelt 20 ár. Soffíubúð í Rvík hefir á tveim árum unnið sér svo mikla hylli Reykvíkinga og annara, sem þangað sækja verzlun, að hún er orðin ein af stærstu verzlunum borg- arinnar. Soffíubúð selur allskonar F A T N A Ð, hverju nafni sem nefnist, fyrir konur, karla, unglinga og börn, og einnig A L N A V O R U . bæði til fatnaðar og heimilisþarfa. Soffíubúð hefir meira úrval og selur ódýrar en almennt gerist. Soffíubúð er landsins þekktasta vefnaðarvöru- og fataverzlun. Soffíubúð hefir mikið úrval af vörum, sem hent- ugar eru til JÓLAGJAFA fyrir hvern sem er. Komið því öll og gerið Jólainnkaupin í SoifinbAð S. Jóhannesdötíír. ICOOCQOCOHCOO leita dauðans, með þriggja ára gamalli dóttur sinni. Meðan allar lífgunartilraunir í barninu reyndust árangurslausar, hafði það heppnast, að koma móðurinni til meðvitundar, þó var lífsþráður hennar mjög veikur, og lítið útlit fyrir að hann héldi til lengdar. Ida vissi þetta, og með mörgum vinsamlegum orðum og gjörðum, var hún oft bú- in að reyna að bræða ísinn, sem umlukti hjarta þessai-ar ungu konu. Hingað til mætti henni að eins þögul andúð. Nú stóð hún enn þá þarna við rúm hennar, sem virtist vera gleymt af öllum. Ungu stúlkunni hitn- aði um hjartaræturnar, og hún fylltist einlægri samhyggð og meðaumkun. Hlýlega tók hún í hönd sjúklingsins og hvíslaði: „Ó, að eg gæti gert eitt- hvað fyrir yður! Eg kenni svo ósegjanlega mikið í brjósti um yður“. „Þér í brjósti um mig?“ var hið háðslega svar konunnar, „um mig, sjálfsmorðingjan? — ó, nei, teljið mér ekki trú um það! Það er enginn sem hefir meðaumkun með mér, og eg kæri mig heldur ekki um það. Hvað varðar yður og ykkur hérna um mig?“ „Þér komið okkur við, vegna þess, að þér hafið sál, sál, sem við viljum bjarga“. Orð hjúkrunar- konunnar voru þrungin viðkvæmni g alvöru. ,Bjarga? Mér verður ekki bjargað. Maðurinn minn yfirgaf mig, eftir að hann var búinn að eyða öllu, sem við áttum, í ofdrykkju, og síðast tók hann það, sem var eftir af rúmfatnaði og veðsetti það sama dag og hann strauk frá okkur. — Eg reyndi að betla, en það sem mér var gefið, var mér og dóttur minni ekki einu sinni nægilegt til saðnings, og því síður til fata og húsnæðis. — Eg hefði get- að komizt út úr þessu öllu saman með einu móti“. — Frú Weber þagnaði augnablik, en hélt svo á- fram: „Nei, þá braut gat eg ekki gengið, þá var betra að deyja — og deyja skal eg. Eg get fullviss- að yður um, að næsta dag skal eg gera það betur, og enginn skal geta truflað mig í þessari fyrirætl- un minni. Eg vil ekki lifa!“ Nú var eins og hin sjúka kona gæti aldrei sagt of mikið, og það var sem finndi hún hugfró í því að særa hjúkrunarkonuna sem mest. „Vitið þér ekki að lífið er Guðs en ekki yðar?“ „Guð!“ sjúklingurinn hló kuldalega. „Eg trúi ekki á neinn Guð; og þér skuluð ekki halda, að þér getið gert mig hrædda; það er engin leið. Eg er ekkert barn. Eg hugsa líka, að þér séuð trúlitlar þegar til kemur“. „Frú Weber, eg trúi, trúi á Guð, og að hann elski alla menn, og hafi gefið son sinn eingetinn, til þess að líða og deyja vor vegna, og eg trúi að hann þrái að opinbera okkur þennan kærleik". „Eg hefi aldrei fundið neitt til hans“. „Ekki — einmitt það! Eg þekki náttúrlega ekki lífsreynslu yðar, en eg þekki minn Guð, og veit, að hann ber umhyggju fyrir okkur öllum. Viljið þér ekki reyna að hugsa yður svolítið um, og at- huga, hvort ekkert það hefir borið við á vegum yðar, sem sýnir, að Guð elskar yður“. Sjúklingurinn svaraði engu, og Ida gekk burt til þess að þreyta hana ekki. En hugur hennar var allt af hjá þessum veslings einstæðing. „Ó, gæti eg nú á einhvern hátt glatt hana“, hugsaði Ida með sér. Allt í einu fannst henni sem einhver hvíslaði að sér: „Gefðu henni fjóluvöndinn! nei, það fannst Idu alveg ómögulegt; hann, sem var jólakveðjan frá henni „mömmu“. Allar afsakanir voru til eins- kis. Einhver innri rödd hélt áfram að hvísla, og hún vissi líka með sjálfri sér, að móðir hennar myndi verða glöð, ef hún hlýddi þessari hljóðu skipan. Hún flýtti sér upp til herbergis síns og sótti fjóluvöndinn, og án þess að mæla orð frá vörum, lagði hún hann á rúm frú Weber. Allt var orðið hljótt í salnum. Jólaljósin voru út- brunnin og búið að bera öll blóm fram á gangana, næturljósin ein loguðu og ekkert hljóð heyrðist nema andardráttur hinna sjúku. Ida gekk enn þá einu sinni á milli rúmanna, til þess að athuga, hvort allt væri nú í lagi. Þegar hún kom að rúmi frú Weber, sá hún, að úr augum hennar skein örvænting og djúp hryggð. Hörkusvipurinn var allur horfinn og á svip hennar mátti nú lesa þögula bæn. Ida beygði sig niður að sjúklingnum. — „Hvernig líður yður, frú Weber?“ „Ó, ungfrú, fjólurnar!“ gráturinn kæfði nær því rödd hennar. „Þegar eg síðast eignaðist fjólur,

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.