Kirkjublað - 01.11.1933, Page 6
2
KIRKJUBLAÐ
á þennan hátt boðskap hennar til heimilanna, þann boðskap,
sem við vitum einan þess megnugan að efla og vernda trú
og siðgæði þjóðarinnar og gefa henni þrótt til að sigrast
á erfiðleikunum, sem hún á við að stríða. Ef til vill lcann
einhverjum að finnast blaðið í heldur fátæklegum búningi,
en ekki teljum við að því; svo eru einnig flestar íslenzku
kirkjUrnar. Hitt er okkur aðalatriði, að það, er blaðið hefir
að flytja, eigi sem mest og bezt erindi til allra, og að eng-
um verði ókleyft að eignast það, ef hann á annað borð lang-
ar til þess. Viljum við óska þessu blaði liins sama og Þór-
hallur Bjarnason „Kirkjublaðinu“ fyrir rúmum UO árum,
að það verði blað fyrir íslenzka alþýðu og góður heimilis-
vinur á hverju heimili.
En til þess að blaðið nái tilgangi sínum, þurfa góðir
menn um land allt, prestar og leikmenn, að leggja því sem
bezt lið bæði í orði og verki, og biðjum við Guð að gefa,
að svo verði.
Með bæn til hans hefur þetta Kirkjublað göngu sína.
Árni Sigurðsson. Ásmundur Guðmundsson.
Friðrik Hallgrhnsson.
Minning Lútliers
í tilefni af hálfrar fimmtu aldar afmæli hans.
í þessum mánuði (10. nóv.) eru liðin 450 ár, siðan
Marteinn Lúther fæddist í þennan heim. Þykir því við eiga,
að þessa sé minnzt lítilsháttar í þessu nýja Kirkjublaði,
er hér hefur göngu sína. Má hiklaust gera ráð fyrir, að
hið sama verði gert víðsvegar um kristinn heim mótmæl-
enda trúar, enda þótt ekki verði efnt til sérstakra minn-
ingar-hátíðahalda, svo lítt fallnir til þess sem nálægir tímar
eru, með allri þeirri ólgu, sem nú ríkir í þjóðadjúpinu, og
með öllum þeim erfiðleikum, sem menn eiga nú við að
stríða um allan hinn siðmenntaða heim. En allt að einu