Kirkjublað - 01.11.1933, Qupperneq 8
4
KIRKJUBLAÐ
Lúthers), og innan kirkjudeildar þeirrar, sem kennir sig
við hann, hafa ýmsir komið fram síðar, sem vafalítið hafa
verið honum fremri í þessu tilliti. Þá verður því ekki
heldur neitað, að afkastasemi hans til ritstarfa var risa-
vaxin. Má geta þess, að Erlangerútgáfa rita hans er i 105
bindum (67 á þýzku, en 38 á latínu) og að auki eru til bréf
Lúthers í meira en 20 bindum. Þar við bætist svo biblíu-
þýðing hans. En allt að einu verður Lúther ekki talinn
»vísindamaður« í þessa orðs venjulegu merkingu. Eigin
lífsreynsla hans og innri barátta verður til þess að móta
lífsskoðun hans, en ekki vísindalegar rannsóknir hans og
yfirlegudhuganir. Hin mikla meginspurning fyrir Lúther
var sú, hversu hann fengi öðlazt frið sálu sinni. Sann-
leiksleit hans var öll fyrst og fremst miðuð við þetta, en
ekki við guðfræðilega rembihnúta, er verða á vegi vís-
indamannsins við hvert fótmál hans. Um Lúther verður
því naumast sagt, að hann hafi með lœrdómi sínum rutt
nýjar brautir. Hann er í þvi tilliti í mesta máta háður
samtíð sinni og öllum hugsunarhætti hennar. Hann hefir
meira að segja verið fastheldnari við ríkjandi skoðanir
samtíðar sinnar en menn almennt grunar. Guðfræði Lút-
hers er í öllum meginatriðum arfur frá katólskri lífsskoðun
hans, sem hann hafði alizt upp við, enda var það sízt til-
gangur hans í upphafi að snúa baki við trú feðra sinna,
sem hann hafði drukkið inn í sig með móðurmjólkinni,
eða á nokkurn hátt að leggja fyrir cðal kenningarkerfi
kirkjunnar. En af því að Lúther hirti ekkert um að temja
sér gagnrýni vísindamannsins í ritstörfum sínum, en skap-
aði sér sínar eigin meginreglur út frá Iífsreynslu sinni og
lífsbaráttu, sem hann miðaði allt við, þá gat ekki hjá því
farið, að ýmislegt af því, sem hann hélt fram, fengi ekki
staðizt, er til lengdar lét, og að í guðfræði hans kenni
mótsagna af ýmsu tæi, svo að einatt sé erfitt að greiða
til fulls úr þvi, sem hann heldur fram, oft knúinn af sér-
stökum kringumstæðum í þann og þann svipinn. Það, sem
ávalt skiftir hann mestu, er hið raunhæfa líf og þarfir þess,
en ekki visindalegl réttmæti þess, sem hann heldur fram.