Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 12

Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 12
:8 KIRKJUBLAÐ að þetta fyrirheiti hans hefði ræzt á þeim. Þeir voru sann- færðir um, að þeir nytu guðlegrar aðstoðar i starfi sínu og í öllu lífi sínu. Þeir áttu trúargleði og guðstraust, sem knúði þá til að boða fagnaðarerindi Krists með fögnuði og djörfung. Þeim var gefinn dásamlegur kærleikskraftur til fórnar og þjónustu og þrek til að láta ekkert hræða sig frá að fylgja sannfæringu sinni. Allt voru þetta, að þeirra dómi, gjafir frá hæðum, guðdómlegur máttur, sem þeir áttu Kristi að þakka. Frá öllu þessu skýrir Postulasagan allítarlega. En ekki kemur þessi sannfæring um kraftinn frá hæðum siður fram í öðrum ritum Nýja-testamentisins. Er þar ýmist talað um hann sem kraft Guðs eða Krists eða kraft heilags anda. Skulu hér aðeins tilgreind orð Páls postula, þar sem hann segir, að fagnaðarerindið sé kraftur Guðs til hjálprœðis hverjum þeim, er trúir. En Páll leggur áherzlu á, að trúar- kraftur kristinna manna sé frá Guði, og hann talar mikið um siðgæðismátt kristindómsins og eígnar náðargáfurnar áhrifum að ofan. Þessi sami kraftur hefir ávalt birzt í lífi kristinna manna á öllum tímum. Um það ber kristnisagan vott. Vegna þessa kraftar gat blóð píslarvottanna orðið útsæði kirkjunnar. Vitni um þennan kraft bera æfisögur þeirra kristinna manna, sem mestu góðu komu til leiðar. Hver sá, er les eða heyrir um lif og starf beztu manna kirkj- unnar um liðnar aldir, hlýtur að dást að þeim mætti, er birtist í trú þeirra og kærleiksþjónustu. Svo fer Matthíasi, er hann hugsar til Hallgríms Péturssonar og talar um þrek hans og »trúar-sókn í miðjum deyð«, nefnir hann dýrðleg- an mann og líkir honum við Davíð konung, við þjóðmær- ing, »er háan hróður fann, hetju ljóss, er tíu-þúsund vann«. Sagan segir oss frá mörgum kristnum mikilmennum, en þó munu hinir miklu fleiri, sem öðlast hafa kraftinn frá hæð- um, en lifað kyrlátu kærleikslífi, án þess að saga þeirra væri skráð. Sagan sýnir og sannar, að réttmætt sé að tala um kraft, er kristna trúin geti veitt mönnum. En sagan sýnir

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.