Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 13

Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 13
KIRKJUBLAÐ 9 Jafnframt, að þessi kraftur hefir birzt á mismunandi hátt á hinum ýmsu tímum. Stundum hefir borið mikið á homnn, stundum minna. Tímarnir hafa verið ærið ólíkir og mis- munandi skoðaðir frá þessu sjónarmiði. Er einasta skýr- ingin á þeirri staðreynd sú, að þessi munur stafi frá því, að menn á hinum ýmsu tímum hafi á mismunandi hátt fullnægt þeim skilyrðum, sem krafturinn frá hæðum er háð- ur. Þvi að sjálfsögðu er hann, eins og hver annar kraftur, bundinn skilyrðum um rétta hagnýtingu og viðtöku þeirra, er njóta eiga. Margir munu með hryggð hugsa um vora tima, ef mælikvarðinn um kraftinn frá hæðum væri á þá lagður. Þeir myndu benda á illu öflin, sem svo mikið ber á í sambúð þjóða og einstaklinga. Um þau gætu þeir lengi talað og margt um þau sagt, enda hafa menn mest verið um þau fræddir. Ekki skal ég heldur draga úr skaðvæni þeirra. Hugur minn fyllist sorg, er ég hugsa til þess, hve mikið ber á syndinni og spillingunni á vorum tímum. En ég sé þó ekki tómt myrkur, þegar ég hugsa til nútímans. Ég sé einnig Ijósdepla, sem leiftra í myrkrinu og hljóta að vekja gleði og þakklæti til Quðs fyrir það, að enn birtist kraftur hans í mannlegu lífi, víðsvegar um lönd, víðsvegar um álfur, hjá öllum stéttum, í hreysi og höllum. Ég gæti bent á allmargar bækur frá síðustu árum, er lýsa fórnfúsu þjónustustarfi kristinna manna víðsvegar um heim, er lýsa mönnum, er gjörbreytzt hafa fyrir áhrif kristindómsins og síðan varið lífi sínu til þess að hjálpa öðrum til sömu breytingar. Hér er þó ekki tækifæri til að benda á rnargt um þau efni, en verður að láta nægja að benda á eina trúarhreyfingu, sem nú vekur mesta eftirtekt um allan kristinn heim. Það er Oxford-hreyfingin nýja. Hún er ekki gömul, þó komin á annan áratuginn. Hún er kennd við háskólann í Oxford í Englandi og þar er mið- .stöð hennar. Það, sem hreyfing þessi leggur aðaláherzlu á, er, að kraftur Guðs birtist í lifi manna. Leiðtogar hreyfingarinnar .meta ekki mikils þá trú, sem engu breytir i lífi manna, en

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.