Kirkjublað - 01.11.1933, Side 16

Kirkjublað - 01.11.1933, Side 16
12 KIRKJUBLAÐ karla og kvenna. Það er örðugleikum bundið að komast i persónu- lega kynningu við fólk, en starf vort hefir vakið svo mikinn áhuga, að þúsundir manna leita nú til vor og óska viðtais við meðlimi hreyfingarinnar.« — Kirkjublað mun bráðlega fræða lesendur sína nánar um uppruna og eðli þessarar stórmerku hreyfingar, sem hefir sett sér það inark og mið aö sannfœra heiminn um mátt Krisis til þess að leysa öll vandamál nútímans. Hallgrimsnefndir er nú verið að skipa víðsvegar um land. Er hlutverk þeirra að hlúa að kirkjulegu starfi með prestum landsins. Verður þessum nefndum falið að styðja að fjársöfnun til Hallgrímskirkju meðal annars með þvi að útbreiða bókina »Hallgrímshátið 1933«, sem get- ið er um hér i blaðinu. Þætti Kirkjublaði mikils virði að mega njóta samvinnu við þessar nefndir, þegar þær taka til starfa. Bækur. »Hallgrímshátíð 1933« heitir bók, sem kemur fyrir almennings sjónir þessa dagana. Hefir nefndin, sem sá um hátíðahöldin í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 30. júli i sumar, séð um útgáfu bókarinnar. Hefst bókin á inngangi, sem skýrir frá Hallgrímskirkju-hug- myndinni, og lýsir því, í hvert horf þvi máli er nú komið, enn- fremur frá undirbúningi hátíðarinnar. Síðan eru birtar ræður þær, sem fluttar voru á hátíðinni. Eru þær eftir sr. Þorstein Briem, sr. Sig- urjón Guðjónsson, dr. Guðmund Finnbogason og dr. Magnús Jóns- son. 1 bókinni eru margar myndir. Er þar mynd af Hallgrími Pét- urssyni, sem tekin hefir verið með öðrum hætti eftir frummyndinni en Hallgrímsmynd sú, sem almenningi er kunnust. Auk þess eru myndir frá Saurbæ og hátiðahöldunum. — Hátíðahöldin 30. júlí fóru fram með mikilli prýði, og mun þvi margan fýsa að eignast bókina. Andvirði bókarinnar rennur til byggingar Hallgrímskirkju i Saurbæ. KIRKJUBLAÐ Málgagn fslenzku kirkjunnar, gefiö fit af Prestafölagi íslands. Útgáfustjórn: Séra Friörik Hallgrímsson, dómkirkjuprestur. — Ásmundur Guðmundsson, háskólakennari. — Arni Sigurðsson, »«fríkirk juprestur. Kitstjóri og afgreiðslumaður: Séra Knútur Arngrímsson, Vesturg. 17, Rvik. Sími 3070. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Áskriftaverð til áramóta 1 króna. Áskriftaverð fyrir árganginn framvegis kr. 3.00, er greiðist í tvennu lagi, kr. 3.50 3. júní og kr. 1.50 1. okt. Eftir áramót verða útkomudagar 1. og 15. hvers mánaðar.

x

Kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.