Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 2
54
KIRKJUBLAÐ
EKKERT er undursamlegra né íurðulegra við mann'
inn en draumar hans og hugsjónamáttur. Hversu
illa, sem hann er á vegi staddur, hvaða hörmung, seru
yfir hann hefir dunið, þá er hann ávalt reiðubúinn að
fara að gera sér í hugarlund hverskonar dásemd, sexn
hann eigi í vændum. Ekki lítill hluti spámannaritanna
eru full af þessum draumum. Ekkert er svo gott og dýr-
•legt, fagurt eða fullkomið, að spámennina dreymi ekki
um það, að það verði að veruleika í framtíðinni. Hern-
aður á að leggjast niður. ,,Engin þjóð skal reiða sverð
að annari þjóð. Þær munu smíða plógjárn úr sverðuiu
sínum og sniðla úr spjótum sínum“. Allri áþján verður
létt af. Og löndin, sem fallið hafa í órækt, munu blómg'
ast á ný. Þar, sem aðeins spruttu þyrnar og þistlar,
munu í framtíðinni vaxa upp lárviður og aldintré.
Þessir fornu skálda- eða spámannadraumar hrífu
oss jafnt í dag og fyrir þremur áraþúsundum. Ýms
hljómskáld seinni tíma hafa ort við þá eða út af þeim
ódauðleg tónverk, og með því sungið þá inn í vitund
nútímans. En það, sem mest skiptir máli er, að enu
þá dreymir oss á líka lund. Spámenn allra alda eru
bræður, sem trúa og vona á mjög svipaðan hátt. — Og
aldirnar, þó að oss virðist þær streyma hægt áfram,
sanna trú þeirra.
Ein hin furðulegasta staðreynd um alla þessa
drauma er það, að þeir virðast koma einna helzt á
þrengingatímum, þegar spámennirnir voru annaðhvort
í dýflyssu eða útlegð. Þeir virðast vaxa bezt úr þeim
jarðvegi, sem er hitaður harmafuna að neðan, en að
ofan vökvaður eldregni tára.
Spámaðurinn Esekiel var herleiddur á unga aldri
austur til Babel, og þar dreymdi hann drauma sína um
endurreisn Zionar og musterisins og þar dreymdi hann
um hið undursamlega vatn, sem spratt undan þröskuldi
þess. Og hann sér vatnið vaxa, þvj lengra, sem það renn-
ur, unz það verður að beljandi fljóti, sem tekur yfír
axlir, og loks verður það að óvæðu sundvatni.
J