Kirkjublað - 01.03.1934, Page 16

Kirkjublað - 01.03.1934, Page 16
68 KIRKJUBLAÐ nái almennri útbreiðslu á íslandi. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því: a) að útbreiða þekkingu um líkbrennslumál með hverju móti, sem hentugt þykir, b) að vinna að því, að komið verði upp bálstofum í Reykja- vík og annarsstaðar á íslandi, eftir því sem ástæður mæla með, c) að veita aðstoð og leiðbeining um bálfarir og bálstofur, d) að vinna að því, að almenningur eigi kost á bálförum, mun ódýrari en nú tíðkast við jarðarfarir, e) að koma upp tryggingardeild, þar sem félagsmenn með iðgjöldum geti tryggt sér greiðslu bálfararkostnaðar, að þeim látnum. — í stjórn félagsins voru kosnir: Gunnl. Claessen læknir, Bene- dikt Gröndal verkfræðingur, Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi, Björn Ólafsson stórkaupmaður og Gunnar Einarsson prentsmiðju- stjóri. — Læknarnir Steingrímur Matthíasson og Guðm. Björnsson hreyfðu fyrstir manna líkbrennslumálinu hér á landi. Sveinn Björns- son bar fram frumvarp til laga um líkbrennslu á Alþingi 1915, og var samþykkt, en vöntun bálstofu hefir hamlað því, að heimild þessi yrði notuð. Árið 1930 skipaði bæjarstjórn Reykjavikur nefnd til þess að gera tillögur um bálstofu og voru kosnir í hana Einar Arnórsson, Ágúst Jósefsson og sr. Bjarni Jónsson. Nú hefir Jón Þorláksson borgarstjóri valið bálstofunni stað fyrir sunnan kirkjugarðinn, og hefir falið verkfræðing að gera teikningar af bálstofu og kostn- aðaráætlun um byggingu hennar. — Félagar í Bálfararfélagi íslands geta allir orðið, fullorðnir og börn, og atkvæðisrétt og kjörgengi hafa allir, sem eru 18 ára eða eldri. — Árstillag er 3 krónur fyr- ir hvern félaga. Utgáfustjórn KirkjublaSs sendir blaðið ýmsum hér í Reykja- vílí með ósk um, að þeir gerist kaupendur, og er þess vænzt að þeir láti afgreiðslu blaðsins vita, hvort þeir óska að blaðið sé sent þeim framvegis.

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.