Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 7

Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 7
KIRKJUBLAÐ 59 'erisþröskuldinam í Jerúsalem og hefir með lífsafli sínu &ert meiri kraftaverk, en fljótið í draumum Esekiels. MÖRGUM, sem gerist tíðrætt um kristindóminn nú á dögum, og telja hann úreltán og til einskis nýtan, hættir við að gleyma því, sem kristindómurinn hefir gert fyrir mannkynið. Þeir einblína á hitt,sem kristinni kirkju eða kennilýð hefir tekizt verst, en gleyma eða láta 'sér ®jást yfir þau gagngerðu menningaráhrif, sem kristnar hugsjónir hafa haft á líf og örlög margra kynslóða. Sannleikurinn er auðvitað sá, að kirkjan, sem stofnun, ber á sér fingraför mannlegs vanþroska, eins °g allar vorar stofnanir, en kristindómurinn, sem trúar- brögð, er fyrir því jafn fullkominn — jafn eilífur sann- leikur, þó að vér höfum ekki enn þá reynzt hæf til að lifa samkvæmt honum að öllu leyti. Villan, sem and- hiælendur kristindómsins gera, er að ásaka kristindóm- inn fyrir ófullkomin orð eða athafnir svonefndra krist- Jnna manna og fyrir annmarka svonefndra kristinna Kjóðfélaga, þar sem orð eða athafnir eru í engu sam- ræmi við kenningar eða líferni Jesú Krists, og geta þess ^egna ekki talizt kritni, nema að nafninu til. Þetta á sanna, að kristindómur eða trúarbrögð séu yfirleitt 8kaðleg og siðspillandi í þjóðfélögunum, eða að minnsta kosti gagnslaus til siðgæðis. Auðvitað fer slíkur málatilbúnaður á hendur kirkj- ^nni algerlega fram hjá kjarna málsins og byggir á fölskum forsendum. Ef oss skortir mannúð og dreng- ^yndi eða sannleiksást í vort samfélag, þá er það ekki fyrir það, að hér sé o f m i k i 11 kristindómur, heldur fyrir það, að hér er of lítill kristindómur. Oss vanhagar tá ekki um minni kristindóm, heldur um m e i r i k r i s t i n d ó m. Þetta sýnist eiga að vera nokkurn Veginn ljóst mál og auðskilið, ef ekki væri stöðuglega Verið að reyna til að flækja það með rökfölsunum. En þegar verið er að hnýta að kristindóminum eða ^kjunni, er það hér um bil æfinlega gert með þeim

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.