Kirkjublað - 01.03.1934, Blaðsíða 4
56
KIRKJUBLAÐ
Það er eins, segir hann, og eitthvert víti undirheimanna
hafi hverfzt upp á jörðina og litið dagsins ljós.
Og út á þessar heljarslóðir rann fljót það, sem
Esekiel spámann dreymdi um. Hann dreymdi um, að
þetta vatn ætti eftir að verða heilnæmt og fyllast lif-
andi fiski. Hann dreymdi um það, að nýtt fjör færðist
í allt, þar sem fljótið rynni. Á fljótsbökkunum mundu
vaxa upp allskonar aldintré með ætum ávöxtum og
lauíblöð þeirra mundu ekki visna né ávextir dvína, því
að vatnið streymdi út frá helgidóminum. Allt lifnaði
við, jafnvel Dauðahafið sjálft. Þannig dreymdi þenn-
an herleidda spámann.
G meira en hálft þriðja þúsund ára eru liðin síðan
Esekiel dó, og Dauðahafið stendur enn þá með sömu
ummerkjum. Ferðamenn lýsa enn þá á sama hátt hin-
um ógnarlega dauðasvip náttúrunnar um þessar slóðiv»
sem í öndverðu réð nafngift vatnsins. En nú eru miklai'
breytingar í aðsigi, sem heimfæra mætti til þess, að 1
þeim rættist draumur Esekiels, þó með öðru sniði sé, en
nokkurn spámann fornaldarinnar hefir órað fyrir. Stói''
ríkt brezkt efnagerðarfélag hefir nú ákveðið að hefja
þarna geysimikla námastarfsemi við vatnið og setja þaf
niður verksmiðjur sínar, og sagt er, að Standard Oil
félagið sé nú að láta rannsaka olíunámur, þar sem Só-
dóma og Gómorra áttu að hafa staðið í gamla daga-
Talið er, að ákaflega mikill málmauður felist þarna 1
jörðu. Og auk þess er á vatnsbotninum þykkt lag af
allskonar söltum, er þarna hafa safnazt frá aldaöðH-
Auðmagn nútímans er nú farið að stunda veiðiskap 1
Dauðahafinu, talsvert annarskonar, en jafnvel hinn
ímyndunarríkasta spámann fornaldarinnar gat dreymt
um. En vísindin munu þó vafalaust með þessum hsetti
létta fordæmingarauðn dauðans af þessum slóðum, sv°
að allt lifnar við, eins og í draumnum,----
svo að segja má, að draumur spámannsins sé 1