Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 3

Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 3
KIRKJUBLAÐ 55 Það er gaman, að virða fyrir sér drauma, ekki sízt fyrir þá sök, að í þeim brjótast fram duldar óskir og vonir. Þegar yfirvitundin sefur eða hvílist, sprengir ímyndunin af sér allar hömlur veruleikans, bregður sér frjáls á leik og gefur örláta uppbót á því, sem lífið synjar um. Gyðingar áttu ekkert stórfljót. í sambandi t. d. við Efrat eða Níl, var áin Jórdan ekki nema eins og smá- laskur. Þess vegna litu þeir með öfundarhug til ná- Srannanna, af því að þeir þráðu einnig að eiga mikið fljót sjálfir. Þess vegna dreymir spámanninn Esekiel 1 gullaldardraumum framtíðarinnar um vatnið, sem vellur fram undan musterisþröskuldinum í Jerúsalem, vatnið, sem stöðugt vex og færist í aukana, unz það verður að beljandi fljóti. IGI er það síður merkilegt að veita því athygli, að ^ spámaðurinn sér fljótið renna austur til hafsins. í flJótu bragði virðist þetta ónauðsynleg athugasemd, því eigi er það nema venjulegt, að ár renni til hafsins. þegar betur er að gáð, ef vér hyggjum á landabréf- 'ð> sjáum vér, að hafið, það, sem fyrir austan er, er ^auðahafið. Það er vatn, hér um bil 74 km. ^angt og 17 km. breitt til jafnaðar. Það hefir ekkert af- rennsli, en inn í það rennur áin Jórdan og nokkrir smá- líekir. Uppgufunin ein heldur því í jöfnum skorðum. Én vegna hennar er vatnið fjórum til fimm sinnum salt- ara en venjulegur sjór. Eigi getur eyðilegri eða ömurlegri staði, en strend- Ur Dauðahafsins. Ferðamaður hefir lýst þessum slóðum bannig, að það væri eins og bölvun sögunnar og vanþrif aattúrunnar hefðu tekið höndum saman til að gera stað kennan sem allra óyndislegastan. Engin lifandi skepna ketur þrifizt í þessu innibyrgða saltvatni. Og í leðjunni fram vatnslínunni eru haugar af saltbrunnum reka- ^’Uöibum. Enginn staður getur borið meiri dauðasvip.

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.