Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 9

Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 9
KIRKJUBLAÐ 61 eins og sjálfan sig, þá yrði himnaríki hér á jörð og menn- irnir myndu með þessu móti þroskast til meiri fullkomn- unar, en dæmi þekktust um áður. Að trúa þessu, að lifa í þessari hugsjón og starfa samkvæmt henni, það er að vera kristinn maður. — Og Jesú var það auðvelt að trúa þannig, af því að kærleik- urinn var svo ríkur þáttur í sál hans. En það hefir reynzt og reynist enn þá mannkyninu örðugt að trúa þannig, Vegna þess, að það stendur enn þá á því frumstigi sálar- þroskans, að baráttan, heiftin og hatrið, eins og þekk- ist meðal varga á viðum úti, er enn þá of ríkt í blóðinu, en guðsbarnatilfinningin hefir eigi náð nógu miklu valdi yfir oss. En mundi nokkrum detta í hug að neita því, að ef vér aðeins færum að trúa eins og Jesús, almennt og und- antekningarlaust, þá væri guðsríkið komið um leið bar- áttulaust? Engin þjóð mundi framar reiða sverð að ann- arri þjóð, enginn mundi beita annan mann kúgun eða ofbeldi, af fúsum huga og með gleði kærleikans mundu menn hjálpa hver öðrum og leysa hver annars vand- • ræði af innri hvötum og án allrar lagaþvingunar. Þetta er hið geysilega viðfangsefni kirkjunnar og kristindómsins, viðfangsefni, sem nær út yfir tíma og eilífð og grípur inn í öll svið lífsins, og þess vegna má segja, að kristindómurinn sé allt það og aðeins það, sem unnið er í anda Jesú Krists, með hugsjón hans um bróð- urþel mannanna og siðferðilega fullkomnun fyrir augum. Hvað er það, sem menningu vorra tíma vanhagar meir um en þetta? Og kristindómurinn gefur mönnum meira, en hug- sjónina eina til að keppa við. Hann gefur mönnum vits- munalega skýring á rökum tilverunnar. Hann gefur mönnum þrek trúarinnar til þess að sækjast eftir hug- sjónunum og leitast við að ástunda þær. Hann er og hefir verið á þann hátt kraftur til hjálpræðis, þar sem. hann hefir náð að hrífa bæði hugann og hjörtun.

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.