Ljósvakinn - 01.09.1924, Page 5
LJÓSVAKINN
67
Skólar. Almennir skólar með yfir
15,000 nemendum og auk þess fjöldi
safnaðarskóla með þúsundum nemenda.
Sjákrahús og heilsuhœli. 337 slíkar
byggingar um allan heim með 2541
lækni og aðstoðarmönnum, og auk
þess mikinn fjölda hjúkrunarkvenna og
manna, sem starfa við trúboðsstöðvar
vorar í heiðingjalönd-
unurn.
Prédikun og kensla.
Fyrir utan Ameríku
höfum vér í starfi voru
yfiröOOO trúboða, bibl-
íustarfsmenn og bók-
sala.
Prentsmiðjur. Vér
kunngerum gleðiboð-
skapinn á prentuðu
máli á yfir hundrað
mismunandi tungu-
málum.
Úibreiðsla boð-
skaparins í ölhim
löndum.
Árið 1874, fyrirrélt-
um 50 árum, fór vor
fyrsti trúboði frá Amerfku yfir til Ev-
rópu. Drottinn greiddi oss veg. Þar næst
var boðskapurinn boðaður i Ástralíu,
síðan á Suðurbafseyjunum og Suður-
Afríku, svo Suður- Ameríku, þaðan ílutt-
ist bann til Austur-Indlands, Mið-Ame-
ríku, Vestur-Indlands, Japan, Iíína og
Filippseyjanna, á sama tíma útbreiddist-
hann frá Evrópu til Litlu-Asíu, Tyrkja-
landanna og yfir þvera Siberíu o. s. frv.
Hvaða land höfum vér skilið eftir?
Er það Abessinia? Nei, vér erum komn-
ir þangað. Er það Tibet? Nei, vér höf-
um trúboðsstöð á landamærum Vestur-
Kfna.
Vér vitum, að það er stjórn hins al-
vitra Guðs, sem hefir leitl þetta minsta
trúarbragðafjelag til þess að framkvæma
svo mikið starf á þessum 50 árum.
En vér könnumst við það, að vér
höfum ekki gert eins mikið og vér hefð-
um getað og átt að gera. Ver verðum
að sýna enn meiri fórnfýsi og sjálfsaf-
neitun. í dag eru margar þjóðir, sem
kalla á oss — margar sálir, sem hungr-
ar og þyrstir eftir þekkingu sannleikans.
»Okkur langar til að verða eins og
Indíánarnir ykkar« sögðu nokkrir menn,
sem sendir voru til vor frá Andesfjöll-
unum í Suður-Ameríku.
»Eq hvernig getum við orðið líkir
þeim, ef þið ekki kennið okkur eins og
þeim?«
Til vor koma svo mörg köll og beiðnir
frá heiðingjunum, að vér höfum engin
ráð til að svara þeim. Enda þótt boð-
skapur vor sé fluttur á 194 tungumálum,
eru enn mörg starfssvæði, sem bíða vor.
Iiópur a/ trúuðum Salómonseyja-búum, sem áður
uoru mannœtur.
L