Ljósvakinn - 01.09.1924, Side 8
70
LJÓSVAKINN
r, — = ^
Framför bóka- og blaðastarfseminnar.
vs ■ ■ ■ ■ =-------—= ))
Vér leggjum alstaðar mikið kapp á að
úlbreiða Biblíuna og kristileg rit. Þegar
hið fyrsta blað vort »The Present Truth«
byrjaði að koina út, var tala safnaðar-
meðlima vorra ekki fult hundrað. Upp-
lag blaðsins var að eins 1000 eintök og
vigtaði tæplega 25 pund, og var bor-
ið á pósthúsið af ritstjóranum. Nú
gefum vér út 154 blöð og vigta
upplögin samtals 90 tonn á mánuði
hverjum.
Bókaútgáfa vor byrjaði með að eins
2 litlum bókum, en nú höfum vér gefið
út 877 bækur ýmislegs efnis með sam-
tals 206,894 síðum og kosta þær sam-
tals h. u. b. 1000 dollara, (hér er auðvitað
átt við eina bók af hverju tæi). Vér
prentum nú bækur og blöð á 114 tungu-
málum; 14 af þessum tungumálum bætt-
ust við árið 1922 og til jafnaðar bætist
eitt nýtt tungumál við tuttugasta og
sjölta hvern dag.
Kristniboðarnir hafa þýlt Nýjatesta-
mentið og hluta af Biblíunni á ný og
ný tungumál og hafa svo biblíufélögin
prentað þessar þýðingar. Einn af ritur-
um hins ameríska biblíufélags hefir ný-
lega skrifað bók, sem heitir »Glimt af
det indianske Ame-
rika«. í bók þeirri
talar hann um starf
þessara manna í hin-
um háu Andesfjöll-
um með eftirfarandi
orðum: »Þessir ungu
menn (hinir endur-
fæddu Indíánar) eru
ekki einungis kenn-
arar, heldur einnig
prédikarar gleðiboð-
skaparins og bók-
salar. Þegar ég heim-
sótti þennan skóla,
lofuðu þeir að taka
með sér heim til sín og selja á næsta
ári 10,000 eintök af guðspjöllunum og
1000 Biblíur, og þeir uppfyltu þetta loí-
orð og meira til«.
Auk þess prentverks, sem vér látum
vinna í almennum prentsmiðjum, höfum
vér sjálfir 51 prentsmiðju og forlagshús.
Andvirði þessara stofnana er um 4 milj.
dollara og tala starfsmanna h. u. b. 1
þúsund. Bóksalar vorir og leiðandi menn
ásamt starfsmönnunum f hinum 108
deildum færa tölu þeirra manna, sem
eingöngu vinna að útgáfu og útbreiðslu
kristilegra rita, upp í 4 þúsundir. Salan
nemur um 4 milj. dollara um árið.
í hvaða tilgangi er það gert að verja
Prenlsmiðja vor í Shanghai i Kína.