Ljósvakinn - 01.09.1924, Síða 14
76
LJÓSVAKINN
töluðu við hana um Krist og fræddu hana
um ýmislegt úr Guðs orði, ákvað hún að
verða kristin. Hún er fljót að læra að nota
Biblíuna og hefir einlægan vilja til þess að
þekkja veg lífsins og frelsisins. Pað er í
fyrsta sinni í starfsemi minni í Kóreu, að ég
hefi hitt fyrir kvenprest, sem langaði til að
verða kristin.
Pað eru margar slikar sálir hér í »morg-
unkyrðarlandinu«. Hver vill lijálpa oss til
að leita pær uppi?
Söul.
T. Wangerin.
Vaxtastofninn í Gnðs ríki.
Sem dæmi pess, hvernig Droltinn stendur
einnig við pað loforð sitt, að gefa þeim
hundraðfalt aftur, sem fórna einhverju hans
vegna, segir hinn frægi Kína-trúboði Hudson
Taylor frá atviki pvi, sem hér á eftir er get-
ið um. Atvik þetta átti sér stað í Hull i Eng-
landi, á þeim tima pegar hann gegnum mikla
erfiðleika og harða baráttu lærði ávalt og
eingðngu að reiða sig á Drottin í öllum
hlutum, og með pví varð undir pað búinn,
að fara út sem trúboði.
»Pegar ég sunnudagskvöld eitt, um kl. 10,
hafði lokið minni síðustu samkomu, bað fá-
tækur maður mig að koma með sér heim
og biðja með konu sinni, sem lá fyrir dauð-
anum. Eg lofaði pví og fór með manninum.
Á leiðinni sagði hann mér frá pví, að eng-
inn matur væri til á heimili hans. Eg átti
einungis einn pening til í eigu minni og
halði ég hann í vasa mínum, það voru hér
um bil 2 kr. og 50 aurar. Pann mat sem ég
átti til, vissi ég, að ég myndi klára morgun-
inn eftir. »Æ!« hugsaði ég, »bara að þessum
pening minum væri nú skift í tvo krónu-
peninga og einn fimtíeyring, pá skyldi ég með
gleði gefa þessum vesaling aðra krónuna«.
Að gefa alt, sem ég átti, kom mér enn ekki
til hugar. Ég gerði mér ekki rétta grein fyr-
ir pví, aö í rauninni var pví þannig varið
að ég gat reitt mig á Guð pegar ég hafði
peninga í vasanum, en ekki þegar vasinn
var tómur. Maöurinn fór með mig inn í hús
eitt og við gengum upp mjög hrörlegan stiga,
og inn i herbergi pað, sem átti að heita bú-
staður fjölskyldunnar. Æ, sú sjón, sem ég
sá þarna! Fimm börn voru þar inni, pap
voru skinhoruð og var auðséð, að pau höfðu
liðið langvarandi sult. í fleti einu lá vesa-
lings móðirin með 36 klukkutíma gamalt
barn við brjóst sér. Pað grét ekki, en gaf
við og við frá sér veikt hljóð, sem gaf til
kynna, að einnig það væri að dauða komið.
»Æ«, hugsaði ég, »bara að pcningum minum
væri skift í tvo krónupeninga og einn fim-
tíeyring, pá skyldi ég gefa þessu aumingja
fólki eina krónu og fimtiu aura«. Enn var
ég of lítiltrúaður til pess að hlýða rödd
hjarta míns og gefa alt, sem ég átti.
Pað var ekki svo undarlegt að ég fann mig
ekki færan til að hughreysta pessa fátæklinga.
Ég þurfti sjálfur hughreystingar með. Eg
byrjaði samt á pví að segja við þau, að pau
skyldu ekki Iáta hugfallasl; pótt horfurnar
væru slæmar nú, væri pó kærleiksríkur fað-
ir á himnum. En brátt var sem sagt væri við
mig: »Pú hræsnari; talar pú við þessar ó-
endurfæddu manneskjur um kærleiksrikan
föður á himnum, og berð pó sjálfur ekki
meira traust til hans en svo, að pú þorir
ekki að gefa pcninginn pinn«.
Mér var svo pungt niðri fyrir, að mér
fanst ég ætla að kafna. Væri nú bara pen-
ingnum mínum skift í einn tveggjakrónupening
og einn fimtíeyring, pá skyldi ég með gleði
gefa tvær krónurnar og sjálfur hafa einung-
is fimtíu aura. Enn gat ég ekkí reitt mig á
Drottin einan — nei, ég varð lika að hafa
eitlhvað i vasanum.
Undir pessum kringumstæðum var mér
ómögulegt að tala; en ég hélt að mér myndi
ekki veitast erfitt að biðja, pví bænin var
orðin min kærasta iðja, mitt stöðuga athvarf.
»Yður langaði til að ég bæði með konunni
yðar«, sagði ég við manninn; »látum oss pá
biðja«. Siðan kraup ég á kné, en naumast
hafði ég mælt fyrstu orðin er samviska min
sagði við mig: »Dyrfist þú að draga dár að
Guði? Dyrfist pú að beygja kné þín og ákalla
hann sem fööur með peningana í vasanum
pótt pú vitir að þeir, sem í kringum pig eru,
séu aðframkomnir af hungri?«
í hjarta minu hófst svo hörð barátta að slika
hefi ég aldrei haft, hvorki fyr né siðar. Ég