Ljósvakinn - 01.09.1924, Blaðsíða 7
69
LJÓSVAKINN
»0g Jesús fór uin allar borgirnar og porpin . ... og læknaði hvers^konar
sjákdóma og huers konar krankleikan. (Matl. 9, 35.J.
L.ækningastarfsemi vor.
Þegar Jesús var hér ájörðinni, varði hann
meiri tima til þess að lækna þá sem sjúkir
voru [og hjálpa hinum þjáðu, lieldur en til
að prédika. Hin fyrstu níu kraftaverk hans,
sem um er talað hjá Matteusi, voru öll lækn-
inga-kraftaverk. Með hinu kærleiksfulla lífi
sinu, staðfesti frelsarinn kenningu Biblíunn-
ar og opinberaði þannig fyrir mannkyninu
kærleika Guðs og frelsunarkraft fagnaðar-
boðskaparins. Kristur var »Orðið«. »Og orð-
ið varð hold«.
Frá þeim tíma er kristniboðsstarf vort
fyrst byrjaði, hefir starfsemin fyrir þá sjúku
og þjáðu staðið í nánu sambandi við það.
Petta líkamlega miskunarverk er nú fram-
kvæmt af yfir 2500 læknum, hjúkranarkonum
og kristniboðum og hefir það rutt sér braut
til flestra landa.
Vér höfum 40 heilsuhæli og spitala ásamt
nuddlækningastofnunum víðsvegar í heim-
inum t. d.: í Afríku, Indlandi, Kína, Japan,
Iíóreu, Bandarikjunum, Canada, Suður-Ame-
ríku, Ástraliu, Englandi, Pýskalandi og í
hinum skandanavísku löndum.
Árlega er tekið á móti yfir 200,000 sjúk-
lingum á þessar stofnanir og er þeim veitt
hjálp og hjúkrun af læknum og hjúkrunar-
fólki.
Á 23 skólum er vér höfura til fullkomnun-
ar í kristniboðs- og hjúkrunarstarfseminni
og á læknaskólum vorum í Loma Linda og
Los Angelos í Kaliforníu, tekur árlega fjöldi
af hinu unga fólki voru próf í læknisfræði.
Þessir læknar og hjúkrunarfólk vigja líf sitt
og liæfileika til þess að lækna hina sjúku
og kenna fagnaðarerindið. Margir þeirra
fórna lífi sínu fyrir þetta starf úti á hinum
fjarlægu og aðþrengdu kristniboðssvæðum.
A. W. Truman.