Ljósvakinn - 01.09.1924, Blaðsíða 12

Ljósvakinn - 01.09.1924, Blaðsíða 12
74 LJÓSVAKINN gjána þar sem þeir lágu. Sæði sannleik- ans þróaðist smátt og smátt á þessum stað, og loks byrjuðu nokkrir að ganga þessa 30 km. til að komast á hvíldar- dagssamkomur vorar. í heilt ár báðu þeir um kennara, þar til við loks gátum sent þeim innfæddan mann, að nafni Daníel Sosa; hann er ungur og mjög innilega og alvarlega trúaður. Guð hefir á sérstakan hátt borið umhyggju fyrir þessum manni og starfi hans. Strax eftir að hann kom á þennan stað, gerðu nokkrir menn samsæri á móti honum og ætluðu að drepa hann eina nóll og kveikja í skólahúsinu. Rélt áður en þeir ætluðu að hefja árásina, komu þeir sam- an til ráðagerða, en þá sló niður eld- ingu og drap foringjann. Regar þeir sáu að hann var dauður, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ekki hinn rétti tími til að vinna þelta verk. Nokkrum dögum seinna komu þeir aft- ur saman og héldu fyrst nokkurskonar andatrúarsamkomu og ákölluðu Guð lil hjálpar sér. En meðan miðillinn var að brenna reykelsi, kviknaöi í höfuðfati hans, og brendi hann sig mjög mikið. Þetta tóku þeir þannig, að Guð stæði í gegn þeim. í þriðja sinni komu þeir saman og létu eld í leirfat og ætluðu með því að kveikja í skólahúsinu. Eld- spýtur eru mjög dýrar hér, og því bera menn eld frá húsi til húss í leirfötum. í þetta sinn tókst svo illa til fyrir þeim, að þeir kveiktu í bygghlaða, sem þeir áttu sjálfir. Loks virtust þeir vera sann- færðir um, að Guð væri á móti þeim, en með kennaranum. Þeir hættu svo að vera honum óvinveittir og fóru að hlusta á hvað hann segði. Fyrir skömmu hafði ég þá gleði, að und- irhúa 23 sálir á þessum sama stað undir skírn. Margir fleiri eru nú að því komn- ir að láta skírast. Það er satt, að »reiði mannsins verður að lofa þig, leyfum reiðinnar gyrðir þú þig«. Sálm. 76, 11. Posnata, Peru. 0. Ford. Japan og Kórea. Kóreönsk »móðir í ísraek. 32 ára gömul leitaöi hún hjálpar hjá trú- hoðslækni einum. Bibliustarfskona nokkur Eitt af liúsum ianfœddra á Vináltueyjum. gaf henni rit og sérprentaða hluta af guð- spjöllunum. Petta las hún með mikilli eftir- tekt i prjá mánuði og sá þá maður hennar þessar bækur hjá henni og varð hún þá að skila þeim aftur. Eina nótt dreymdi hana draum; þótti henni faðir sinn hafa fengið sér þunga byrði að bera, ásamt einu brauði er hún skyldi hafa til matar á leiðinni. Sá hún þá mann með gegnumstungnar hendur, sem talaði til hennar. Hann upplyfti hönd- um sínum og sagði: »Hvers vegna sendir þú frá þér brauð lífsins, þar eð þú varst bú- inn að fá það i þínar hendur? Tak þú nú við þessu brauði og gef það heiminum«. Næsta dag fór hún og heimsótti biblíustarfs- konuna og fékk bækur með sér lieim. Strax þennan sama dag eyðilagði hún hjá-

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.