Ljósvakinn - 01.09.1924, Blaðsíða 4
66
LJÓSVAKINN
var flutt til allra manna. — Hið fyrsta
af hinum stærri trúboðsfélögum var
stofnað af Baptistum, það gerði Carey
og meðstarfendur hans árið 1792. Eft-
ir það kom hver af öðrum frá fjarlæg-
um löndum og komu á fót trúboðs-
stöðvum meðal þjóða og tungumála,
sem mönnum hafði áður verið ókunn-
ugt um. Þannig var það, að trúboðs-
starf vorra tíma byrjaöi.
Fagnaðarboðskapur fyrirframsagður
í spádómunum.
Hinir sömu spádómar Heilagrar ritn-
ingar lýsa endalokum þessa tímabils,
sem sérstakt er að þekkingu og vax-
andi Ijósi. t*að skyldi enda með sér-
stökum boðskap til allra manna um
að vera viðbúna dóminum, boðskap um að
búa sig undir það, að Kristur kemur i
dýrð sinni til að afmá synd og dauða.
Þessari trúarhreyfingu síðustu tíma,
er lýst af Jóhannesi postula og spá-
manni í fjórtánda kapítula Opinberun-
arbókarinnar. Aðalatriðin eru þessi:
1. Hún skyldi kunngera »eilíft fagnað-
arerindi«, gleðilegan boðskap um
frelsara, sem getur frelsað frá synd.
2. Hún skyldi fara skjótt yíir, þar eð
hraði hennar er táknaður með engli,
sem flýgur um mið-himininn.
3. Hún skyldi ná til »allra þjóða, kyn-
kvisla og tungumála«.
4. Hún hvetur alla menn til að tilbiðja
þann, »sem gert befir himininn, jörð-
ina, hafið og uppsprettur vatnanna«.
5. Hún kunngerir, að komin sé »stund
dóms hans«, og með tilliti til þessa
mikilvæga viðburðar, bendir hún
mönnum af öllum þjóðum og kyn-
kvíslum á þau skilyrði sem útheimt-
ast til að geta staðist i dóminum,
nefnilega að halda »boðorð Guðs og
hafa Jesú trú«.
Þannig lýsir Heilög ritning
þessum alheimsboðskap hinnar
síðustu trúarhreyfingar. Þar geta
allir lesið hann. Óg að lesa þetta
og skilja, er sama sem að heyra
hið guðdómlega kall, og hver,
sem heyrir, á að ganga i lið
með þeim, sem flytja þenna
boðskap út um allan lieim.
Fagnaðarárið komið.
Rétt 50 ára tímabil er nú lið-
ið síðan S. D. Aðventistar tóku
sig upp frá Aroeríku og lögðu út á höf-
in til þess að flytja þenna boðskap út
um allan heim, eins og spáð er um i
fjórtánda kap, Opinberunarbókarinnar.
Drottinn hefir á dásamlegan hátt bless-
að fámennan og smáan hóp manna og
veitt þeim náð til þess að flytja þenna
boðskap vorra tíma til allra þjóða. Ttl
þess að geta boðað þetta eilifa fagnað-
aðarerindi öllum mönnum, útheimtist
það, að alt það, sem nauðsynlegt er lil
þess að hjálpa, lækna, fræða og frelsa
mennina, verður að takast til notkunar.
Hjálparmeöul þau, er vér höfum í öll-
um löndum eru: