Kennarinn - 01.06.1903, Blaðsíða 5
KENNARINN
45
höföu bólgu eins og aörir Egyptalandsmenn, 12. En drott-
inn forherti hjarta faraós, svo hann hlýddi þeirn ekki, eins og
drottinn haföi sagt Móses. 13. Þá mælti drottinn viö Móses:
Rís upp árla á morgun, gakk fyrir faraó og seg til hans: Svo
segir drottinn, guö hebreskra manna: Gef fararleyfi fólki
mínu, aö þaö megi þjóna mér; 14. ellegar mun eg í þcssu
sinni scnda allar minar plágur yfir þig sjálfan, yfir pjóna
þína og yfir fólk þitt, svo aff þú vitir, aff enginn cr viinn
líki á öllu jarffríki.
6. plágan.—Þótt syndin sé uppreisn á móti guðs heilaga lögmáli, tilraun
viljans að gera að engu lögmál guðs, er hún þó sjálf háð sínu eigin lögmáli —
þroskalögmáli. Eins og steinninn fellur með vaxandi hraða, eins fer maður-
inn, sem þverskallast gegn guði, með sívaxandi hraða fjær og fjær guði. A
þessari leið var faraó. Vildi ekki láta undan. Harðnar því æ meir. En hönd
drottins grípur í manninn og vill stöðva hann á ferð hans niður á við sam-
kvæmt þungalögmáli syndarinnar. Þá gefst manninum tækifæri að nema
staðar og snúa við, og hönd drottins, sem tekur í liann, en snýr honum ekki við
á möti vilja hans, gerir honum það mögulegt að nema staðar og snúa við.
Þannig gafst faraó tækifæri. Þegar í 6. plágunni hönd drottins legst þung á
faraó sjálfan og allan lyð hans og hlífir engum, þá lætur dr. hann finna til mátt-
ar síns og þrýstir honum til hlýðni við sig. En ,í stað þess að láta höndina
máttugu þrýsta ser til auðmýktar, þrýstir hún honum fjær, af því hann vill
ekki láta undan.—Þegar M. og A. að honum ásjáandi dreifa úr höndunum
upplyftum til himins öskunni, á hann að fá að sjá, að það er hönd Israels guðs,
sern upplyft er á móti honum og sendir pláguna. Askan úr ofninum og plágan
átti að minna hann á ,,hörmunga-ofninn“ (Esaj. 48, 10), sem hann öll þessi
ár hefði verið að , ,steikja“ I^raelsmenn í. Líka á hégómleik guösdýrkunar-
innar egypzku; því til þess að bægja frá sér óheillum fórnuðu Egyptar mönnum
(útlendingum, líklega meðal þeirra Israelsmönnum) guði sínum Set (eða Týfón)
og dreifðu öskunni af þeim í loft upp. Syndir faraós eru honum sýndar og
gjöld þeirra koma niður á honum. En hann bætir synd ofan á synd. — Allir,
sem ekki vilja iðrast, bæta synd ofan á synd Ert þú að gera það?
AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Pp. 15, 1— 21. Þrið.: Pr. 16, 1—15. Miðv. :.Pg. 17, 22—
—34. Fiint.: Pg. 18, 1—11. Föst.: Pg. 19, 1—20. Laug.: Pg. 20, 1—6.
KÆRU BÖRN! Það er eitt, sem þið eigið að vera hrædd við að láta
vaxa hjá ykkur. Og það er syndin. Hún fær að vaxa hjá mörgum börnum,
svo þau verða verri og verri. Þegar ykkur þykir ekki fyrir, þegar þið hafið
gert eitthvað ljótt, og biðjið ekki um fyrirgefning, j)á vex syndin hjá ykkur.
Látið faraó minna ykkur á, hvað hættulegt er að láta syndina vaxa. Biðjið guð
að hjálpa ykkur til að iðrast og biðja um fyrirgefning, svo syndin vaxi ekki.
Þá vex hið góða hjá ykkur.
,,Við freistingum gæt þín" o s.frv,—Sb. 358, 1.