Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Qupperneq 6

Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Qupperneq 6
30 inn borgaði máltíðina úr sínum vasa, og gaf mjer uægilegt fje til heimferðarinnar. Pám dögum síðar hitti jeg á járnbrautarstöðinni grátandi dreng. Hann þurfti að fara heim til sín og vitja móður sinnar, sem lá veik, en hann vantaði fargjaldið. Jeg keypti þá farseðil handa honurn, sagði honum sög- una um matsveininn og bað hann að láta líka einhvern annan bágstaddan njóta þessa góðverks. Drengurinn þakkaði mjer með gleðibrosi. þegar vagnlestin renndi af stað, gægðist haun út um vagngluggann og kallaði til mín: »Jeg skal víst muna eptir að senda velgjörðina lengra áleiðis, eins og þii baðst mig um«. »Lofa þú drottinn sála mín og gleym ekki öllum hans velgjörningum«. (Dav. sáhn. 103). „f>eir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar“. Hinn nafnkunni Daníel Webster var einhverju sinni boðinn í veizlu ásamt mörgum mennta- og fræðimönnum í Boston í Bandríkjunum. Meðal gestanna voru málaflutningsmenn, læknar, stjórn- málamenn, kaupmenn og ýmsir aðrir heldri menn. Undir borðum bar margt á góma, og rneðal annars var tilrætt um kristindóminn. Webster játaði í þessu samsæti einarðlega trú sína á guðdóm Krists og á friðþægingarfórn hans. Maður nokkur, stór- frægur fyrir ritsnild sína, en trúleysingi, sat gegnt honum við borðið, hvessti á hann augun og mælti: »Getið þjer skilið það, herra Webster, hvernig Kristur gat verið bæði Guð og maður?« Webster leit til hans djarfmannlega og svaraði:

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.