Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 2
58
og reykinn lagði í háa lopt upp úr skorsteinunum.
f>að var ekkert annað kvikt að sjá, en storkana
uppi á húsþökunum, og skólameistarinn gamii þekkti
þá eins vel og börnin í þorpinu. ]E>eir voru orðnir
gamlir í hreiðrunum sínum, eins og hann, og vitj-
uðu sömu heimkynnanna ár eptir ár. f>eir stóðu
nú flestir á einum fæti og lituðust um, og nenntu
ekki einu sinni að gjöra smelli með nefinu. Yzt
í þorpiuu sást á kirkjuturninn, og bak við allt
saman var Ijós skýjarönd undir blárri festingunni.
En þessi blíða náttúrunnar fjekk lítið á skóla-
meistarann í svipinn, og það var ekki mikil helgi-
dagshugsun hjá honum, þegar hann tók upp gömlu og
slitnu skinnbudduna sína, og hellti úr henni á borðið.
J>að hefði verið miklu skemmtilegra að byrja öðru-
vísi söguna af þessum góða, gamla sómamanni, en
það verður nú að segja hverja sögu eins og hún
gengur.
»|>að stendur heima, 60 krónur, það eru launin
mín í 3 mánuði. |>að endist mjer ekki lengur en
6 vikur, allrahelzt núna, þegar allt er svo dýrt,
og svo verð jeg aptur að byrja á gamla laginu,
jeg ætti nú að fara kunna það eptir 40 ár, að lifa
á tómum kartöplum þangað til borgunin kemur
fyrir næsta ársfjórðunginn. 60 krónur, og korn-
tunnan kostar 12 krónur og kjötið er svo fjarska
dýrt, og svo lield jeg að ólukku slátrararnir sjeu
alltaf að gjöra beinin stærri og stærri. Já, garnli
Eriedefeld, þeir verða ekki skemmtilegir fyrir þig
næstu mánuðurnir«.
Gamli skólameistarinn hallaði sjer aptur í bekk-