Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 14

Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 14
70 aptan á. f>að veit ekki á gott. En verði Guðs góður vilji á mjer, liver sem hann er«. Hann opnaði brjefið með óstyrkum höndum og glýju fyrir augunum. Innan í voru 3 skjöl, hann tók það sem var hendi næst og gætti þess eigi, að hin duttu á gólfið, hann las það fljótlega, og hnje niður í stólinn, fölur sem nár: »]pað var sem mig grunaði. Jeg er leystur frá kennaraeinbætti mínu, það er mjög vinsamlega og loflega orðað, en staða mín er töpuð og starf mitt búið. Og ekki með einu orði minnzt á eptirlaun. Jeg hefi þó reynt að vera dyggur þjónn, hjer hefi jeg unn- ið, sáð og vökvað, og nú er mjer kastað út á klak- ann«. Svo mælti hinn gamli skólameistari við sjálfan sig og grjet eins og ungbarn. »Á hendur fel þú honum« söng skógarþrösturinn. Hann hafði á meðan á þessu stóð hallað höfðinu á skakk og einblínt á herra sinn, hann sá að það var eitthvað um að vera, og vildi leggja orð í belg, og þá hafði hann ekki annað að bjóða, en þetta eina lagið sitt sem hann kunni. »Já, huggaðu mig nú, aumingja lítli þrösturinn minn«, sagði skólameistarinn. »Jeg á svo bágt með að taka undir með þjer núna, sem stendur. — f>ví leggur þú, Drottinn minn, svo þunga mæðu á þinn aldraða }3jón?« Gamli maðurinn heyrði ekki að barið var á dyr og gengið inn. Honum varð því liverft við, er hann heyrði mælt við sig í kunnugum róm: »|>ví sæki jeg svona illa að yður. Jeg kem að samfagna yður«. Skólameistarinn leit upp og sá þar kominn dökkklædda manninn, sem fyrir skemmstu hafði talað við hann sitt ráðgátumál. Aðkomumanninum varð litið á blöðin á gólf- inu, og skildi þá hvernig á öllu mundi standa, og sagði brosandi: »|>að var meira í brjefinu til yð- ar, herra Eriedefeld, lesið þjer líka það sem þjer hafið misst á gólfið. Drottinn gefur bæði og tekur«.

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.