Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 6

Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 6
62 Hann tók blað íir skúffnnni og skar í 7 miða og vafði einni krónu innan í hvern miðann og skrif- aði utan á nafn móttökumanns. Síðan stóð hann upp, gekk að glugganum og mælti í hálfum hljóð- um: »Hitnneski faðir! Legðu þína blessun yfir þessa litlu gjöf og annastu þinn aldraða þjón mán- uðina, sem í hötid fara«. Og litli skógarþrösturinu tók undir og bljes lagið við sálminn: »Á hendur fel þú honum«, og sóliu stafaði sem áður yfir ekrurnar og blöðin bærðust varla á trjánum, og lengst uppi í loptinu kvað lævirkinn sitt dýrðarlag, og hjarta skóla- meistarans fylltist gleði, hann hafði nú varpað allri sinni óhyggju á Guð og andhtið varð broshýrt eins og á 6 vetra sveiui. Nú var liðið að dagmálunt, og þá hófst morgun- messan, og skólameistarinn fór að tygja sig til að gegna sínu forsöngvara-embætti í kirkjunni. Hann tók stóra kirkjulykilinn af snaganum og gekk út. þ>að var byrjað að hringja, og klukknahljóm- urinn barst svo vel yfir alla byggðina í morgun- kyrrðinni, og fólkið fór að koma úr öllum áttum. Allir gengu í hægðum sínum, og litlu börnin höfðu góðan tíma til að tína blómstrin með fram gang- stigunum, og fyrir utan sálarhliðið stóðu þau öll í hóp og báru sig saman um það, livert þeirra hefði fundið flest og fallegust blóm, og þar var Jónatan Htli líka kominn, og hann tók frá öll blómin, sem börniu þekktu ekki, til þess að spyrja gamla skóla- meisíarann um nöfnin á þeim seinna. Garnli Friede-

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.