Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 3
59
inn í djúpum hugsunum, og svípurinn bar það með
sjer, að þær voru ekki ánægjulegar.
f>á var þögnin allt í einu rofin við skæran og
mjúkan söng, og söngurinn kom frá litla stofufje-
laga hans, skógarþrestinum, sem var að prísa góða
veðrið í búrinu sínu úti við gluggann. Skólameist-
arinn hafði kennt fuglinum síuum lagið við uppá-
haldssálminn sinn, að minnsta kosti kunni þröstur-
inn lagið nógu vel til þess, að skólameistarinn skildi
það; það var lagið við hinn inndæla sálm Páls
Gerhards: »Á hendur fel þú honum«. Hann var
svo áhyggjulaus litli fuglinn og kvað eina lagið,
sem hann kunni, með dillandi hljóðum.
Skólameistarinn lyptist í sætinu og glaðnaði all-
ur, og hann tók undir með fuglinum og söng með
snjallri og fagurri röddu:
«Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu’ í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her;
hann fótstig getur fundið,
sem fær sje handa þjer«.
»Blessaður litlí fuglinn minn«, sagði skólameist-
urinn, »þakka þjer fyrir sönginn. Skammast máttu
þín, gamli Friedefeld. Hiinnafaðirinn hefir annazt
þig það sem af er æfinni, og mun sjá þjer borgið
það sem þú átt ólifað. Vertu hughraustur og láttu
þjer lynda að vera hinn lítilmótlegasti þjónn í vín-
garði Drottins, Guð gleymir þjer ekki. Ætlarðu
að fara að missa móðinn og mögla á gamals
aldri? Og það á blessaðan sunuudagsmorguuinn,