Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Blaðsíða 4
60
eem allrahelzt ætti að miona þig á að lofa skap-
ara þinn. Guð mun af speki sinni og gæzku láta
minn litla skammt endast mjer«.
Skólameistarinn tók aptur til peninganna til
þess að láta þá niður, og aptur taldi hann þá á milli
lingranna, og talaði áfram við sjálfan sig:
nSextíu krónur, rjettar sextíu krónur, sem jeg
hefi úr að spila, og nú er vandinn að fara sem
hezt með þær. Mest liggur mjer á að fá nýja skó,
jeg get ekki lengur gengið á þessum, og það eru
þá strax 8 krónur«, og gamli maðurinn teygði frá
sjer fæturna og horfði á þá. »Og þá eru sokkarnir
lítið betri, bolirnir eru orðnir svo upplitaðir, að
fólkið er farið að brosa að þeim við kirkjuna. jpeir
kosta minnst 2 krónur, og þá eru komnar 10 krón-
ur. ]pá kemur málamaturinn og eitthvað heitt um
miðjan daginn, það verða minnst 40 aurar á dag
•með kornprísunum núna, það eru 36 krónur í 90
daga. Eptir eru þá 14 krónur. Ekki má jeg þá
heldur svíkja Brown minn um 8 krónur fyrir kar-
töflurnar, og malaranum skulda jeg 4 krónur fyrir
rnjöl. Og þá má jeg til að stinga einni króuu að
henni Úrsúlu görnlu, hún er orðin svo mikill aum-
ingi, og hann Pjetur Staumann, sem handleggs-
brotnaði í fyrra dag, þarf að fá eina krónu, og hann
Villijálmur Bartels, sem er nú að ná sjer eptir
leguna og þarf eitthvað nærandi, og vesalingurinn
hann Davíð Smith, sem varð að selja einu kúna
sína, sem hann átti, til að koma konunni sinni í
gröfina, og hann Tómas, skinnið hann Tumi litli,
það var í fyrra um þetta leyti, sem hann missti
báða foreldra sína, og þá er ekkjan hans Seilers,