Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Qupperneq 4
■2
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
Ef nú einhver spyr þann mann, sem kveðst
aðhyllast trúarsetning'alausan kristindóm,
spyr hann um eitthvað viðvíkjandi þessum
lcristindómi, þá verður sá, sem spurður er, að
svara, ef hann á annað borð vill vera sjálfum
sier samkvæmur, að hann hafi ekkert svar
\ið slíkum spurningum. Ef hann er spurður,
hvort Guð sje til, hvort til sje eilíft líf, hvort
fyrirgefning synda fáist, hvort vjer eigum
föður á himnum, þá getur sá, sem spurður er,
ekki svarað, því að hann vill ekki binda sjálf-
an sig nje aðra við ákveðnar setningar.
Þess vegna er ekki vert að spyrja þann
mann, því að menn geta ekki fengið neitt
svar. Ef hinn trúarsetningalausi, sem þó vill
hafa kristindóm, færi að gefa ákveðin svör,
þá er hann í mótsögn við sína eigin staðhæf-
ing, því að þetta var eitt meginatriði á
sfefnuskrá hans, að hafa enga ákveðna játn-
ingu.
Hvernig er hægt að hugsa sjer krístindóm
án trúarsetninga ?
(þýtt úr grein efti'r Johannes Loft yfirkennara).
Knud Zimsen borgarstjóri.
Á þessu vori voru liðin 25 ár frá því að
Knud Zimsen tók sæti í stjóm K.F'.U.M. Jeg
var þá, (vorið 1902) að lesa undir stúdents-
próf, og mjer er svo margt minnisstætt frá
því vori. Það vakti undrun hjá mjer og mörg-
um öðrum, að ungur verkfræðingur skyldi
halda kristilegar samkomur og vera með lífi
og sál í kristnu starfi. Nú sje jeg það svo
vel, að það eru meðmæli með hverjum manni
og starfi hans, að hann er kristinn. Þá mundi
birta yfir þjóð vorri, ef menn í trúnaðarstöð-
um játuðu opinberlega kristna trú. Jeg hefi
orðið fyrír blessunarríkum áhrifum hjá ýms-
um prestum, en jeg vil aldrei gleyma áhrif-
unum, sem jeg hefi orðið aðnjótandi hjá ýms-
um trúuðum leikmönnum. Jeg man, hve
mikla blessun jeg hlaut á stúdentsárum mín-
um, er jeg hlustaði á vekjandi ræður hjá
Harald Westergaard prófessor, Moltke greifa,
sem í hverjum mánuði hafði samkomur
heima hjá sjer fyrir stúdenta og skólapilta,
eða hjá Bangert skrifstofustjóra, sem vav
formaður K. F. U. M. í Khöfn. Fyrv. forsæt-
isráðherra Dana, J. C. Christensen, starfar
opinberlega að kristindómsmálum og ritar
margar vekjandi greinar um trúmál, og
þannig starfa margir menn í ýmsum löndum.
Það var K. F. U. M. hjer í bæ til mikillav
blessunar, að K. Zimsen gjörðist meðlimur
f jelagsins. Þar hefir K. F. U. M. átt góðan
vin og stuðningsmann, ekki aðeins meðlim á
skrá, heldur bróður í verki. Þegar jeg hugsa
um starf hans í fjelaginu, virðist mjer það
stjórnast af þessum orðum: Elskum ekki
með orði og ekki með tungu, heldur í verki
og sannleika. Það er ekki nóg að lýsa kær-
leikanum með fögrum orðum, en það verðui’
gieði, þegar verkin sýna, að orðin eru sönn.
Opt hafa meðlimir K. F. U. M. hlustað á
K. Z., hlustað á orð þau, sem hann hefur tal-