Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Qupperneq 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Qupperneq 10
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 8 i-mhug-sun eptir Newick og átti við hann iangt samtal um Jarlshverfi, og var svo tek- ið það ráð að rífa skyldi niður kotin og reisa ný hús í staðinn. „Það er Fauntleroy lávarður, sem vili hafa það svo‘, sagði hann þurlega; „hann heldur að það muni auka verðmæti eignar- innar. Þjer getið sagt leiguliðunum, að hann hafi stungið upp á því“. Og hann leit á litla lavarðinn, þar sem hann lá á arinfeldinum og var að leika við Dougal. Stóri hundurinn var orðinn mjög hændur að drengnum og fylgdi honum allsstaðar, labbaði hátíðlega á eptir honum, þegar hann fór út að ganga og skokkaði bak við, þegar hann reið eða ók. Auðvitað barst fregnin um þessa endur- bót, sem gjöra átti, út um allt þorpið og sveitina. Fyrst vildu menn alls ekki trúa því; en þegar dálítill her af verkamönnum lvom og fóru að rífa niður hina skökku og skældu kofa, fóru menn að sjá að litli Fauntleroy lávarður hafði aptur komið fram til góðs, og að fyrir hin bamslegu afskipti hans af málinu hefði Jarlshverfis-hneykslið að lokum verið afmáð. Ef hann aðeins hefði vitað, hvernig fólk talaði um hann og hóf hann upp til skýjanna og spáðu honum stórvirkja, er hann yxi upp, þá hefði hanr orðið alveg forviða. En hann hafði enga grunsemd um það. Hann lifði sínu hamingju- sama, saklausa bernskulífi; hljóp um í lysti- garðinum, elti kanínur til bæla þeirra, lá i grasinu undir trjánum, eða þá á feldinum fyrir framan arinn í bókasalnum, las fall- egar æfintýrabækur og talaði við jarlinn um þær og sagði svo sögumar aptur móðui' sinni; hann skrifaði löng brjef til Dicks og hr. IJobbs, sem svöruðu aptur hvor á sinn hátt; stundum reið hann út með Wilkins eða með jarlinum. Þegar þeir riðu gegnum markaðsbæinn, tók hann opt eptir því, að fólk sneri sjer við og horfði á þá, og hann sá opt, að menn urðu broshýrir, um leið og þeir tóku ofan, og hann hjelt að það kæmi til af því að afi hans var með honum. „Þeim þykir svo vænt um þig“, sagði liann einu sinni og leit upp á afa sinn með björtu brosi. „Sjerðu ekki, hve glaðir þeir verða, þegar þeir sjá þig? Jeg vona að þeim þyki einhverntíma eins vænt um mig. Það hlýtur að vera gaman að vita, að öllum þyki vænt um þig“. Og hann var hreykinn af því að vera sonarsonur manns, sem væri svo vin- sæll og mikils metinn. Þegar verið var að reisa býlin í Jarls- hverfi riðu þeir opt þangað Sediik og afi hans, til þess að líta á verkið. Sedrik var fullur af áhuga. Iiann fór opt af baki og kom sjer í kynni við verkamennina og spurði þá margs um byggingar og múrverk og sagði þeim frá ýmsu í Ameríku. Eptir tvö eða þrjú samtöl, var hann fær um að íræða jarlinn um múrsteina og steinsteypu á leiðinni heim. „Mjer þykir allt af gaman að fræðast um slíkt“, sagði hann, „því maður veit aldrei nema maður þurfi þess með“. Verkamennirnir töluðu opt um hann sín á milli, er hann var farinn, og höfðu ákaflega gaman af hinu einkennilega orðalagi hans. Þeim þótti vænt um að hann kom til þeirra cg talaði við þá með hendurnar í vösunum og andlitið glóandi af áhuga og fjöri. Og þegar þeir komu heim á kvöldin, sögðu þeir konum sínum frá honum, og konurnai sögðu vinkonum sínum frá því, og svo fór það svo, að allir töluðu um hann og hver og einn hafði einhverja sögu af honum að segja. Og smám saman varð það lýðum ljóst að „jarlinn illi“ hafði loksins fundið eitthvað lil að þykja vænt um, loksins fundið það, sem íör að verma og mýkja hans harða, kalda hjarta ofurlítið. ----o—— M.-'iimðflrblað K. F. U. M. kemur út einu sinni i mánuði. Kostar 2,50 aur. árg Upplag 2000 eintök. Afgr. i húsi K K U. M., Anitmannssti)!, opin virka daga kl. 12-1 og 5-7. Sími 437. Pósth. 366 Utg. K. F. U. M. Prentsm. Actft.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.