Verði ljós - 01.04.1896, Page 4

Verði ljós - 01.04.1896, Page 4
52 krossfesting' með Kristi, som frelsaði binn iðrandi ræningja. Og af því að hann var þannig í sannleika krossfestur með Kristi og hafði fyrir það hlotið hinn rjetta skilning á gátu krossins, tók hann möglunarlaust þoim þjáningum, sem hann fann, að hann áttiskilið fyrir hegðun sína í lífinu og gat beðið í djúpri auðmýkt og lifandi trú: „Minstu mín, herra! þegar þú kemur í ríki þitt“. En jeg og þú, kristinn maður, hví stöndum vjer enn svo til- finningarlausir á Höfuðskeljastað, þar sem kross frelsarans blasir við okkur? Skyldi orsök þess vcra nokkur önnur cn sú, að við skiljum enn ekki gátu krossins? Og hvaðan stafar það skilnings- leysi okkar? Oegar jeg lít til hins deyjandi ræningja á krossinum, hlýt jeg svarið, og það er þetta: Látir þú þjer nægja, að vita það, að Kristur er krossfestur fyrir þig, en vilt ekki sjálfur láta krossfestast með honum, muntu að eilífu ekki hljóta hina rjettu ráðningu á gátu krossius! J. H. Krjúp l>ú Yið krossimi! Eptir Stein kennara Sigurðsson. Æ, krjúp þú í auðmýkt ó kristins manns sál! við krossinn, þars frelsarinn deyði; lát hejmsins ei blekltja þig hættulcgt tál, en hlustað’ á frelsarans líknarmál: Jeg götu til himins þjer greiði. Æ, krjúp þá á Golgata krossins við fót, þars Ivristur hlaut saklaus að pínast; hann faðminn sinn blóðugan breiðir þjer mót og blessaður segir: Míns frelsis njót! líann vill ei að vjer skulum týnast. Æ, krjúp þú í gleði og krjúp þú í lirygð við krossinn Iians gæða jeg ann þjcr, en gleymdu nú syndum og gakk fram í dygð, svo glatirðu ei sa^Junnar himinbygð, sem Kristur á krossinum vann þjer. Æ, krjúp þú í dauðanum krossinum hjá, við krossinn þjer hvílurúm búðu;

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.