Verði ljós - 01.04.1896, Side 8
56
stendur sjálfur eins og kletturinn úr haíinu, sterkur og ósveigður
af öldum lífsins. Ilann er í engu meðalmaður. Jeg sje hvergi
annað cn fullkomleika á hæsta stigi. Alt það, sem jeg voit göfug-
ast, tignarlegast, háleitast, lofsverðast og eptirsóknarverðast í fari
mannanna, alt — já alt þetta finn jeg hjer sameinað i einni per-
sónu, í persónu Jesú frá Nazaret.
Það er að eins eitt, sem jeg finn í fari hvers einasta manns,
en finn ekki í fari Jesú frá Nazaret, þetta eina það er — synd-
in! Hve vandlega sem jeg leita, verð jeg ekki nokkurs þessvar,
er á nokkurn hátt verði talið til syndar. 0g þó er það sízt af
því, að freistingar verði ekki á vegi hans, því að svo að segja
hver blaðsíða guðspjallanna sannar mjer sannleika þessara orða í
brjefinu til hinna Hebrezku: „Hann var freistaður á allan hátt
eins og vjer —“; en guði sje lof! hver blaðsíða þeirra sannfærir
mig líka um sannleik orða þeirra, sem á eptir koma: en þó án
syndar!“ (Hebr. 4, 15). Hvert fótmál, sem hann stígur, hver at-
höfn, sem hann framkvæmir, hvert orð, sem hann talar, er í fullu
samræmi við það, sem hann sjálfur taldi meginreglu iífs síns: „Minn
matur og drykkur er að gjöra vilja þess, scm mig séndi og fram-
kvæma verk hans“.
Þannig leiðist jeg þá, er jeg virði fyrir mjér æfiferil Jesú frá
Nazaret, eins og guðspjöllin lýsa honum, að þeirri staðhæfingú, sem
kristin kirkja hefir iialdið fram frá upphafi vega sinna, og jafnvcl
margir þeirra kannast við, sem annars höfnuðu guðdómi Jcsú Krists,
— að Jcsús hafi syndlaus lifað. En þegar jeg tala um syndleysi
Jesú þá er það auðvitað ekki aðcins að skilja svo, að hann hafi
lifað án þess nokkru sinni að drýgja nokkra stórsynd, heldur er
moiningin sú, að Jesús hafi aldrei hvorki í hugsunum, orðum nje
verkum gjört nokkuð það, er ekki fær staðizt fyrir augliti hins
hcilaga guðs.-------
Jeg verð að láta hjer staðar numið í kvöld, sonurinn minn
góður! því nú cr jcg orðinn þreyttur. En vonandi gefur drottinn
mjér með nýjum degi nýja krapta.
Þinn clskandi fóstri
Hjörtur.