Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 7
151
og húsfjelagi, já fyrir hið siðferðilega líf hyers einstaks manns,
hvort það sje gegnsýrt af anda vantrúar cða trúar. Það á yfirhöfuð
ekki framar að spyrja um trú eða vantrú, því að reynslan hafi fyr-
ir löngu sýnt, að siðferöilegur fullkomleiki mannsins sje als ekki kom-
inn undir nokkru slíku. Yantrúarmaðurinn geti engu síður verið
siðferðiicgur persónuleiki en hinn trúaði. Löggjöf þjóðfjelagsins á
hclzt ekki að taka tillit til guðs laga, því þjóðfjelagið er heiðið,
segja mcnn; skólarnir eiga lielzt enga kristilcga uppfræðingu að
veita, jiví trúin liggur fyrir utan svæðí hinnar almenuu fræðslu o.
s. frv.; í sem fæstum orðum: Trúin má eigi hafa noin áhrif á
dóma vora um stofnanir, hluti eða porsónur, sem mæta oss í lífinu;
trúin er aðeins prívat-málefni hins einstaka. Sjcrhver árás á oitt-
hvcrt málcfni aðeins vcgna þess, að það hvílir á frumsetningum
vantrúarinnar, er því svartasta umburðarlcysi, sem ekki má eiga
sjer stað í nokkru siðuðu þjóðfjelagi. —
í ljósi slíkrar röksemdalciðslu verðum vjcr að skoða umburð-
arlyndiskröfur vantrúarinnar.
Þær virðast svo ofur sanngjarnar í fyrstu þessar kröfur van-
trúarinnar. Vantrúin rjettir trúnni hönd sína og segir: Þínar skoð-
anir hafa gildi fyrir þig, mínar skoðanir hafa gildi fyrir mig —
hví slcyldum við vera að þrátta um þessar skoðanir? tökum hold-
ur höndum saman og látum oss lifa í friði virðandi hvor aðra.
Hví getur trúin ckki sint svo sanngjarnri kröfu? Hví getur
hún ekki tekið hinni framrjettu hendi vantrúarinnar?
Trúin vill ekki undirskrifa sinn eigin dauðadóm. Þess vegna
sinni hún ekki kröfum vantrúarinnar, þess vegna tekur hún ekki
hinni framrjettu hendi.
Því er nefnilega svo varið, að til grundvallar fyrir þcssu frið-
artilboði vantrúarinnar liggur sá skilningur hennar á eðli trúar-
innar, að trú hins trúaða sje ékkert annað en hans prívat-slcoðun
á þeim efnum, sem trúin höndlar um; cn þar eð skoðanir manns-
ins sjeu aldrei alfullkomnar, eigi hann að kannast við það, að trú-
arskoðanir hans geti verið rangar, þótt hann á þessu stigi málsins
álíti þær sannar.
Þcssum sltiiningi á cðli trúarinnar verður trúaður maður að
mótmæla.
Þótt hinn trúaði annars vcgar geti ekki tært fullkomn-
ar vísindalegar eða rökfræðilegar sannanir fyrir sannleika trúar
sinnar, af því að því nú cinu sinni cr svo varið, að trúarandlagið
liggur fyrir utan svæði allra rcynzluvísinda, þá hlýtur hvcr trúað-