Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 13

Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 13
157 Allt öðru máli er að gegna, þegar litið er til altarisgöngu- skýrslanna. Og til þeirra lýtur yiirskrift greinar þessarar. Reynd- ar tekur herra biskupinn það fram um þessar skýrslur, að þær sjcu ekki seni fullkomnastar; en þótt skýrslur kunni að vanta úr einstöku prestaköllum, má hjcr um bil ganga að því vísu, að það hafi engiu veruleg áhrif á meðaltalið. En samkvæmt skýrslunum heíir meðaltal altarisgesta á íslandi á árunum 1892—94 verið þrjátíu af hverju hundraði fermdra manna. Þótt óneitanléga sje talsvcrður munur á einstöku prófastsdæmum, hvað tölu altarisgesta snertir, þá mun mcð sanni mega segja um tölurnar sem heild, að það sjeu sorglegar tölur! Þótt enginn maður hefði nokkru sinni hreyft því, að trúarlífi íslendinga og kristilegum áhuga væri í nokkru ábótavant, þá liefðu þessar skýrslur einar nægt til þess, að færa mönnum keim sanninn um það. Skýrslur þessar bera sem sjc ekki aðeins áþreifanlegan vott um, að altarisgöngur sjeu í sorglegri vanrækt á tslandi, keld- ur sýna þær einnig, bornar saman við skýrslurnar frá 1889—91, að þessi vanrækt sje óðum að fara í vöxt. Þá var meðaltalið af öllu landinu 37,s en nú cr það ekki nema 30 af kundraði. Slíkt er voðaleg hnignun á jafnskömmum tíma. Haldi þessari hnignun áfram í sama klutfalli og liingað til, ættu altarisgöngur að vora hjer um bil horfnar úr hinni íslenzku kirkju áður eu tvcir fyrstu áratugir hinnar 20. aldar eru iiðnir! í einstöku prófastsdæmum lítur helzt út fyrir, að þær sjeu þegar á förum, eins og t. a. m. þar sem meðaltalið er komið niður í 11 af hundraði. Og heyrt höfum vjer getið um prestakall, þar sem als engar altarisgöngur fóru fram eitt árið fyrir skömmu og ekki einu sinni sjálfur sókn- arpresturiun var til altaris. Yíirhöfuð að tala getur það ckki annað en haft eyðileggjandi áhrif á söfnuðina, þegar þeir sjá sjálf- an sóknarprestinn vanrækja guðs borð, en því miður munu þeir prestar vcra til á meðal vor, sem árum saman koma ekki til alt- aris; — en hver furðar sig á því, þótt söfnuðirnir verði áhuga- litlir í þessum efnum, þegar forstöðumenn safnaðauna eru ckki ögn betri sjáliir? En annars ætluðum vjer ekki að þossu' sinni að fara orðum um orsakir þessarar sorglegu vauræktar og hnign- unar. En þegar vjer segjum, að hinar sorglegu tölur færi oss ckki aðeius heim sanninn um það, að trúarlíf og trúarlegur áhugi með- al íslendinga standi á fremur iágu stigi, heldur og um það, að þetta kvorttveggja sje í stöðugri knignun, — þá er sú ályktun

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.