Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.10.1896, Blaðsíða 9
153 ein af þeim sömmnum, sem óvinir kristindómsins grípa hvað gjarn- ast til, til þoss að sanna með málstað sinn. Og sje svo bent á einhvern vísindamann, sem verið hafi trúaður maður, þá er því óðar fleygt fram, að oinmitt þetta sýni það bezt, að sá hinn sami sje ekki mikill vísindamaðnr! En þegar þannig cr gongið út frá því, sem átti að sanna, þegar gengið er út frá ósamrímileik trúar og vísinda, í stað þess að sýna og sanna það, að trú og vísindi geti með engu móti samrímzt, þá verður það auðvitað ekki torvelt að gjöra alla vísindamenn að vantrúarmönnum. En jafnvel þótt svo væri, — sem nú vitanlega nær engri átt, — að allir vísindamenn- irnir væru vantrúarinnar megin, þá sannar þetta als ekki það, sem vantrúin þarf að sanna, til þess ineð rjettu að geta hcimtað jafnrjetti við trúna, sem sje það, að vantrúin sje fullkomlcga eins sönn og sannleikans megin og trúin. Pað er ncfnilega cinkbnni hins trúarlega sannleika, að hann or og hlýtur að vcra jafn að- gengilegur öllum mönnum, á hvaða mentunar- og menningarstigi, sem þeir standa, af því að liann á að fullnægja einui og sömu þrá, þránni eptir hinum lifanda guði, sem cr öllum mönnum, hin- um ómentuðustu engu síður en hinum mentuðustu, sameiginleg. Þess vegnagetur vantrúinvcriðalment útbreidd meðal visindamannanna, án þess að þetta hafi hina allra minnstu þýðingu fyrir það spursmál, hvoru megin sannleikurinn sje, trúarinnar eða vantrúarinnar megin. En þogar nú hinn trúaði eða fjelag hinna trúuðu, kirkjan, er sannfærð um það, að vantrúin sje sannleikanum gagnstæð, að van- trúarmaðurinn sje sckur fyrir vantrú sína, að vantrúin sje hið mesta ólán og hin mcsta synd, sem maðurinn gctur ratað i og jafn skaðvænleg fyrir cinstaka menn og heil fjclög, þá ætti það að liggja öllum liugsandi mönnum í augum uppi, hvílik fásinna það er, að ætlast til þess, að kirkjan eða hinir einstöku limir kirkjufjelagsins, sýni vantrúnni umburðarlyndi í þeim skilningi, að þeir lofi vantrúnni að vinna sjer áhangendur meðal iiinna trú- uðu, án þess að hreyfa Iegg nje lið til að andæfa slíku eða vara menn við vantrúnni, með þvi að sýna fram á skaðvænlcik hennar, — cða ætlast til þess, að þeir viðurkenni jafnrjetti vantrúarinnar við trúna og undirskrifi þá kenningu, að á sama standi fyrir hið sið- ferðilega líf, hvort það nærist af vantrú eða trú, eða að trúar- spursmálið megi engin áhrif hafa á dóma vora uni stofnanir, hluti eða persónur. Að heimta það af þeim, sem sjálfir hafa i lífi sínu reynt á- gæti trúarinnar og fyrir þessa reynslu sannfærzt um sannleika

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.